Brotist inn hjá Siggu Kling: Tölvunni stolið

Sigga Kling er komin með öryggiskerfi.
Sigga Kling er komin með öryggiskerfi. mbl.is/Árni Sæberg

Sigga Kling, sem er með mánaðarlega stjörnuspá á mbl.is, hefur aldrei læst íbúðinni sinni. Það hefur kannski ekki alltaf heppnast neitt sérstaklega vel því það hefur alveg verið brotist inn til hennar. Nú ákvað hún hins vegar að taka málin í sínar hendur.  

„Ég hef bara aldrei læst íbúðinni minn. Þegar ég læsi henni þá finn ég ekki lyklana mína. Þá þarf ég að hringja á lásasmið sem kostar 10 þúsund. Það hefur verið stolið smávegis frá mér peningum og tölvum. Ég er með spegil á útidyrahurðinni. Þegar bófinn sér sig sjálfan þá segir hann „Nei ég get ekki verið að brjótast inn hér.“ Ef spegill snýr út þá heldur hann hinu góða inni og hinu illa úti. Þannig að það hafa verið góðir innbrotsþjófar sem tóku tölvuna mína,” segir Sigga Kling sem ákvað að fá sér öryggiskerfi því þetta með spegilinn var kannski ekki alveg að virka. 

„Ég las um þetta Snjallöryggi og ákvað að fá mér svona græjur. Ég elska þetta. Ég var bara með kúluna mina hérna áður. Hún er í þyngri kantinum og sér aðallega það sem er að gerast fyrir handan,” segir Sigga og hlær. 

Ef þú vilt vita hvað stjörnurnar segja um þig í október þá getur þú smellt HÉR. 

mbl.is