„Ég var svolítið hræðilegur unglingur“

Theodóra Mjöll prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins sem kom út í dag.
Theodóra Mjöll prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins sem kom út í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hárgreiðslumeistarinn og vöruhönnuðurinn Theodóra Mjöll prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins sem kom út í dag með Morgunblaðinu. 

Í viðtalinu ræðir hún um feril sinn, sorgir og sigra, og hvernig hún hafi farið í gegnum erfið tímabil í lífi sínu. 

„Ég er fædd og uppalin fyrir norðan, í Eyjafjarðarsveit. Foreldrar mínir eignuðust okkur fimm systkinin á átta árum og eins og gengur og gerist í stórum barnahópi gafst ekki mikill tími til að sníða uppeldið að þörfum hvers barns. Ég flutti til Reykjavíkur fimmtán ára að aldri og bjó fyrst um sinn hjá systur minni, sem var 17 ára. Foreldrar mínir eru gott fólk sem aðhyllist kristin gildi. Þau starfa bæði innan heilbrigðisgeirans. Mamma er hjúkrunarfræðingur og pabbi tannlæknir. Ég hef stundum spurt mömmu hvernig henni hafi dottið í hug að leyfa mér að fara svona ungri að heiman. En mig langar að segja þessa sögu út frá mér en engum öðrum, því ég tek ábyrgð á mínu lífshlaupi og er stolt af því í dag.“

Á þessum tíma segir Theodóra að hún hafi verið orkumikill unglingur.

„Ég var svolítið hræðilegur unglingur. Ég var týnd og svolítið út um allt. Þegar ég varð 17 ára missti ég sumarvinnuna mína. Ég þurfti á vinnu að halda til að lifa af um sumarið og hugsaði með mér að eflaust væri best að fara bara í öll fyrirtækin á Laugaveginum og sækja um vinnu þannig. Ég ákvað að byrja efst og byrjaði á því að fara inn á hárgreiðslustofuna Tony & Guy til að athuga hvort ekki vantaði starfskraft í afgreiðsluna þar. Þetta var fyrsta fyrirtækið sem ég fór inn í og hafði ég enga sérstaka löngun á þessum tíma að fara í hárgreiðslu. Ég hafði áhuga á hári eins og margar stelpur á mínum aldri, en það var ekkert meira en það. Þau voru einmitt að leita að einstaklingi í nemastöðu og buðu mér starf daginn eftir, sem ég og þáði. Þetta er forsaga þess að ég fór í hárgreiðsluna.“

Þetta var árið 2004 og segir hún vinnuna á hárgreiðslustofunni hafa hentað henni vel.

„Ég áttaði mig fljótt á því að það þurfti mikið að segja mér til þegar kom að samskiptum. Ég veit að margir deila með mér þessari reynslu, sem koma úr stórum systkinahópi. Þar sem lítill tími gefst til að klæðskerasauma uppeldi að hverjum og einum. Ég hafði greinilega aldrei almennilega náð tökunum á því hvað mætti segja við fólk og hvað ekki. En fékk leiðsögn frá dásamlegu fólki sem lagði sig fram um að kenna mér samskiptafærni og aðferðir að vinna eftir bestu getu.“

HÉR getur þú lesið viðtalið í heild sinni. 

Theodóra Mjöll prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins sem kom út í dag.
Theodóra Mjöll prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins sem kom út í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál