„Er með frekar klassískan fatastíl“

Ingibjörg Gísladóttir, ráðgjafi, markþjálfi og fundalóðs hjá Birki ráðgjöf er á því að tíska sé tjáning, sköpun og stemning. En einnig iðnaður og henni fylgi sóun.

Hver er uppáhaldsbókin þín?

„Death by Meeting eftir Patrick Lencioni er í uppáhaldi núna. Titillinn segir sína sögu um upplifun fólks af fundum og tækifærin sem eru til að bæta fundamenninguna á vinnustöðum.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Mitt daglega dekur er kaffibolli í rúmið frá eiginmanninum og heit útisturta. Þegar ég þarf virkilega á dekri að halda þá kaupi ég mér heimilisþrif og svo afskorin blóm.

Mér finnst dekur snúast um að gefa sér tíma í það sem nærir mann. Upplifanir og samvera með góðu fólki er besta dekrið og það þarf ekki að vera flókið. Göngutúr og sund með manninum mínum eða góðri vinkonu. Ég er með útisturtu sem ég nota daglega allt árið og það er þvílíkt gott fyrir sál og líkama. Heit útisturta og að finna lyktina af góðri sturtusápu t.d. Green Tea frá Elizabeth Arden er bara dásamlegt. Vatn hefur svo heilandi áhrif.

Síðasta vetur byrjaði ég með frábæra morgunrútínu. Hún byrjar á Yoga Nidra-hugleiðslu og svo geng ég tuttugu mínútna rúnt í Elliðaárdalnum. Eftir að ég kem heim fæ ég mér kaffi latte og morgunmat og skipuleggi daginn í Bullet-dagbókinni á meðan ég borða. Rútínunni lýkur svo með útisturtu. Þá er ég orðin full orku og allir dagar sem byrja svona eru frábærir.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„By Malene Birger.“

Hvaða hönnuð heldur þú upp á?

„Ég held upp á Orla Kiely. Mér finnst munstrin hennar dásamleg, hlýleg og „retró“. Við eigum bolla, kökubox, sængurver og handklæði frá Orla Kiely. Ég hef þó ekki enn keypt fatnað frá henni.“

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Tíska er tjáning, sköpun, stemning og iðnaður en líka sóun. Ég er með frekar klassískan fatastíl og á fötin mín lengi en hef líka mjög gaman af því að eignast flíkur sem skera sig úr.“

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

„Rykbleikur hefur verið í uppáhaldi undanfarin ár. Ég á meðal annars jakka í þeim lit sem verður oftast fyrir valinu þegar ég er að lóðsa á hugmyndafundi með hópum.“

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

„Enn eina bókina um mannauðstengd mál.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Golfhanskinn er að verða meira og meira uppáhalds.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Kaffivélin.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Brúnbleikur varalitur frá Mac.“

Hver er uppáhaldsverslunin þín?

„Undanfarið ár er ég búin að vera í innkaupapásu að mestu leyti. En það má segja að ég hafi eignast fullt af „nýjum“ fötum þegar ég tæmdi úr fataskápnum kjólasafnið sem ég hef vaxið upp úr. Þá losnaði um önnur föt sem voru í skápnum og ég enduruppgötvaði eitt og annað. Ég á enn eftir að finna kjólunum mínum góða eigendur. En undanfarin misseri hefur Companys verið í uppáhaldi, þar er veitt góð þjónusta og ég hef keypt falleg föt frá Malene Birger og buxurnar góðu frá Five Units.“

Hver er uppáhaldsborgin til að versla?

„Kaupmannahöfn.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Ég er mikil jakkakona og fell gjarnan fyrir jökkum sem hafa karakter. Ég á nokkra frá jakka úr hógværari hluta Desigual sem eru í uppáhaldi. En uppáhaldsflíkin mín núna er satínskyrta með blómamunstri frá By Malene Birger.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Kol hefur lengi verið í uppáhaldi. Maturinn er alltaf góður, þjónustan líka og umhverfið aðlaðandi.“

Uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Kaffi latte í glasi, melónur og eggjakaka með tómötum, sveppum og osti verður fyrir valinu ef ég er á hóteli eða veitingastað.“

Uppáhaldssmáforrit?

„Audible, ég fíla hljóðbækur því þá get ég gert ýmislegt á meðan ég hlusta. Ég hlusta mikið á starfstengdar hljóðbækur. Ég get meira að segja gleymt mér í heimilisstörfunum með áhugaverða bók í eyrunum.

Hvað er á óskalistanum?

„Olívugrænn samfestingur úr Banana Republic, matarboð með góðum vinum og að við sem stöndum að Birki ráðgjöf fáum mörg tækifæri til að láta gott af okkur leiða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál