Versta jólagjöfin að mati Anna Wintour

Anna Wintour mælir með að gefa góðar gjafir um jólin.
Anna Wintour mælir með að gefa góðar gjafir um jólin. mbl.is/AFP

Tískumógúllinn Anna Wintour er með ráð undir rifi hverju og greinir frá því í viðtali við Jessica Biel á vefsíðu Vogue að versta gjöf sem hún hefur fengið um jólin sé kerti sem hún fékk frá aðila sem valdi gjöfina ekki sjálfur. Besta jólagjöfin sem hún hefur gefið er lítill hvolpur sem hún gaf eiginmanni sínum um jólin.

Hvað gefur maður þeim sem eiga allt?

„Ég mæli með því að gefa leikhúsmiða eða aðra upplifun. Svo þegar einstaklingurinn fer í leikhúsið minnist hann þín með hlýhug í hjarta. Eins finnst mér dásamleg gjöf að gefa leiðsögn um listasafn eða aðra persónulega upplifun sem tengist list og menningu.“

Er í lagi að gefa gamlar gjafir áfram?

„Mér finnst það í lagi ef maður er heiðarlegur með það. Sem dæmi ef einhver sendir á mig hluti þá gef ég þá áfram og segi að mér hafi dottið í hug að þessi hlutur myndi passa fyrir viðkomandi.“

Hver er versta gjöf sem þú hefur fengið?
„Verstu gjafirnar að mínu mati eru þær sem eru valdar af aðstoðarfólki. Þegar maður fær sem dæmi kerti sem hafa verið keypt í stórum stíl og eru þá eins gjafir fyrir alla. Það finnst mér ekki passa. Þá mæli ég frekar með því að gefa nótu um að peningum hafi verið varið til góðra málefna. Það finnst mér meira tillitssamt.“

Hver er besta gjöf sem þú hefur fengið?

„Besta gjöfin er þegar ég gaf eiginmanni mínum lítinn hvolp. Hann gaf mér hvolpinn til baka daginn eftir. En ég ákvað að eiga hvolpinn og finnst þetta besta gjöf sem ég hef bæði gefið og þegið.“

Hvað er sniðugt að gefa tengdamömmu?

„Það er erfitt að finna réttu gjöfina fyrir tengdamömmu en ég mæli með að finna mynd af eiginmanni/kærastanum með mömmu sinni og finna fallegan ramma utan um ljósmyndina.“

Hvað ætti ég að gefa manninum mínum sem þykist vita allt um tískuna?

„Ég þurfti að ráðfæra mig við GQ áður en ég svaraði þessari spurningu og samkvæmt þeim þá eru miklar líkur á því að maðurinn þinn sé í of þröngum fötum. Stór föt eru í tísku núna og er mælt með fallegum flíkum í þannig stíl.“

Hvaða ráð áttu fyrir þá sem vilja skemmta gestunum sínum um jólin?

„Ég mæli með að ef þú ert að fá gesti í mat að passa upp á hvernig þú raðar gestunum niður á borð. Að mínu mati er mikilvægt að láta gesti sem gætu haft gaman af hver öðrum, sitja saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál