Erna ætlar ekki í megrun á nýju ári

Erna Kristín er ánægð með árið sem er að líða.
Erna Kristín er ánægð með árið sem er að líða. Ljósmynd/Aðsend

Árið 2019 var viðburðarríkt hjá áhrifavaldinum Ernu Krist­ínu Stef­áns­dótt­ur. Hún hélt áfram að breiða út boðskap um sjálfsást og stefnir á enn frekari landvinninga á því sviði á komandi ári. Hluti af sjálfsástinni sem Erna talar um er meðal annars að setja sér ekki það áramótaheit að léttast. 

Hápunktur ársins 2019?

„Fyrir utan það að sonur minn kemur mér á óvart á hverjum degi þá segi ég að hápunkturinn var þegar ég fór með minn fyrsta hóp til Tenerife í „Self-love“ ferð! Hlakka til að endurtaka leikinn 2020! En svo var auðvitað mikill hápunktur að vera tilnefnd sem framúrskarandi ungur íslendingur. Svo verð ég að nefna líka þegar ég fór á Dale Carnegie-námskeið. Mæli mikið með,“ segir Erna Kristín. 

Lágpunktur ársins 2019?

„Þetta er búið að vera mjög gott ár. Lærdómsríkt og fullt af áskorunum. Það er ekkert sem mér dettur í hug, frekar fleiri hápunktar sem ég gæti nefnt! Kveðja þessi óþolandi jákvæðna.“

Skrýtnasta augnablikið árið 2019?

„Að átta sig á því að vera loksins ánægð í eigin skinni. Það er skrýtið! Sérstaklega þegar það hefur aldrei verið raunin áður. Mögnuð tilfinning.“ 

Erna lærði að vera ánægð í eigin skinni á árinu.
Erna lærði að vera ánægð í eigin skinni á árinu. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

„Í faðmi minna allra bestu, svo ætla ég að kveðja 2019 með þakklæti og taka á móti 2020 með forvitni & spennu! Ég er svo spennt fyrir 2020. Margt skemmtilegt og nýtt á döfinni. Þakklæti er mér efst í huga.“

Hvernig leggst nýtt ár í þig?

„Einstaklega vel! Ég finn einhvers konar ævintýraþef!“ 

„Áramótaheit fyrir 2020?

„ Fara ekki í megrun og muna að njóta þess að vera. Knúsa fólkið mitt meira og skipuleggja tímann minn betur.“ 

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað árið 2020 en þú varst árið 2019?

„Hugleiða, það gefur mér svo mikið.“ 

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?

„Tacó klárlega! Mmmm.“

Besta bók ársins?

„Má ég segja Fullkomlega ófullkomin?“ 

Besta kvikmyndin?

„Jókerinn! Fær mann til að hugsa og ýtir við alls konar tilfinningum sem er vert að mæta og skoða. Fordómar hjálpa engum, aldrei.“ 

 Bestu þættir ársins?

„Lucifer Morningstar & Outlander.“

Besta lag ársins?

„Allt með Billie Eilish.“

View this post on Instagram

Þér þarf ekki að líka vel við líkama þinn akkurat núna. Kannski ertu á þeim stað að tengja bara alls ekkert við Jákvæða líkamsímynd. Ég tengi. Ég var á þessum stað. Ég lokaði eyrum & augum fyrir öllu sem mögulega gat gefið mér frið fyrir neikvæðri líkamsímynd.⁣ ⁣ Ekki misskilja. Ég sem barn hefði óskað þess að það hefði verið einhver rödd í samfélaginu sem ítrekað hamraði á Jákvæðri líkamsímynd.....staðan var ekki þannig og neikvæð líkamsímynd, átröskun og brotin sjálfsmynd grasseraðist í mörg ár. ⁣ ⁣ Ég þekkti það ekki að elska líkama minn. Ég þekkti ekkert annað en að niðurlægja hann. ⁣ ⁣ Þér þarf ekki að líka vel við líkama þinn akkurat núna. En kannski, ef þú leyfir þér að vera örlítið forvitin.....þá mögulega kviknar ljós innra með þér sem vill vita meira, skylja betur og finna meira fyrir ástinni sem þú getur gefið frá þér til líkama þíns. Smá forvitni getur nefninlega leitt til þess að þú loksins ferð að sjá hversu undursamlega sköpuð þú ert. Hversu magnað það sé að vera eina tegundin af þessum líkama. Enginn annar líkami eins. ⁣ ⁣ Vertu smá forvitin. Það gæti skilað þér bættum lífsgæðum út lífið ✨

A post shared by 𝐸𝓇𝓃𝓊𝓁𝒶𝓃𝒹 (@ernuland) on Oct 4, 2019 at 2:15pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál