Gísli endaði einn með ananas á Nesinu

Gísli Örn Garðarsson fór í Hagkaup og keypti ananas.
Gísli Örn Garðarsson fór í Hagkaup og keypti ananas. Ljósmynd/Facebook

Ávöxturinn ananas er safaríkur og spennandi eins og íbúar á Seltjarnarnesi vita. Í gær greindi Smartland frá því að Auður Jónsdóttir rithöfundur hefði uppljóstrað um makaskiptasamfélag í bæjarfélaginu. 

Um­hyggju­söm vin­kona: Ef þú set­ur an­an­as í körf­una þína á ákveðnum tíma í Hag­kaup úti á Nesi, þá gef­urðu merki að þú sért til í maka­skipta-partí. Það er víst svo mikið sw­ing-að á Nes­inu!“ skrifaði Auður Jónsdóttir á Twitter.

Íbúar Seltjarnarness voru ekki lengi að bregðast við. Gísli Örn Garðarsson leikari er mikill húmoristi en hann birti mynd af sér með ananas í Hagkaup á Seltjarnarnesi. Hann er kvæntur Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu sem er þessa dagana að slá í gegn í íslensku sakamálaþáttaröðinni Brot. 

„Fór í Hagkaup
Fann ananasinn
Týndi Nínu
Hefur eh séð hana...?“

mbl.is