Kolfinna Von og Björn Ingi skilin að borði og sæng

Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson.
Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans og Kolfinna Von Arnardóttir eru skilin að borði og sæng samkvæmt Þjóðskrá Íslands.

Þau giftu sig í júní 2015 með miklum glæsibrag en hjónavígslan sjálf fór fram í Hallgrímskirkju. Árið 2015 var viðburðaríkt hjá þeim því 1. janúar það ár fóru þau á fyrsta stefnumót, svo gengu þau í hjónaband og eignuðust dóttur skömmu síðar. 

Nú liggja leiðir þeirra hins vegar hvors í sína áttina og óskar Smartland þeim velfarnaðar í ólgusjó lífsins. 

mbl.is