Kærustuparið Jón og Sigríður fá listamannalaun

Kærustuparið Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir eru á meðal þeirra sem fengu listamannalaun í ár. Hann fékk níu mánuði en hún fékk sex mánuði. 

Jón Kalman er einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar en bækur hans, Fiskarnir hafa enga fætur, Saga Ástu og Eitthvað á stærð við alheiminn hafa hlotið mikið lof. Sigríður Hagalín hefur skrifað tvær bækur, Eyland og Hið heilaga orð en hún starfar hjá RÚV. 

Aðdáendur rithöfundanna geta farið að hlakka til því um næstu jól hljóta að koma út einhver meistarastykki. 

mbl.is