Rósa Ingólfsdóttir látin

Rósa Ingólfsdóttir.
Rósa Ingólfsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rósa Ingólfsdóttir auglýsingateiknari og þula lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ í morgun. Klara Egilson, eldri dóttir Rósu, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 

Rósa setti svip sinn á mannlífið og hafði nærvera hennar það mikið aðdráttarafl að landsmenn flykktust að viðtækjunum til þess að heyra kynningu á næsta dagskrárlið Sjónvarpsins. 

Rósa var þó ekki bara þula og auglýsingateiknari því hún var líka ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, húmoristi og þáttargerðarmaður. 

Hér fyrir neðan má sjá klippu úr Hemma Gunn þætti frá árinu 1990. 

Rósa Ingólfsdóttir í Vikunni árið 2000.
Rósa Ingólfsdóttir í Vikunni árið 2000. timarit.is
mbl.is