Dorrit og Ivanka Trump saman í teiti

Ivanka Trump og Dorrit Moussaieff saman í teiti á vegum …
Ivanka Trump og Dorrit Moussaieff saman í teiti á vegum World Economic Forum. Ljósmynd/Instagram

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, birti mynd af sér og Ivönku Trump, dóttur Bandaríkjaforseta, á Instagram. 

Dömurnar voru staddar saman á ráðstefnunni World Economic Forum sem haldin er í Sviss að þessu sinni. 

Undir myndinni stendur: 

„Great Speech ! great numbers ! 4 more years! Then us needs a women!“

Þessi færsla fer misvel í fylgjendur Moussaieff á Instagram og póstar fólki grátköllum og spyr hana hvort hún sé að gera grín. 

Dorrit birti myndina á Instagram-reikningi sínum.
Dorrit birti myndina á Instagram-reikningi sínum. Skjáskot af Instagram
mbl.is