Kolbeinn Sigþórsson búinn að finna ástina

Kolbeinn Sigþórsson er búinn að finna ástina.
Kolbeinn Sigþórsson er búinn að finna ástina. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er búinn að finna ástina ef marka má Instagram. Sú heppna er Hildur Hilmarsdóttir. 

Hildur birti mynd af sér og Kolbeini á bóndadaginn og sagðist vera þakklát fyrir bóndann sinn. Hún segir myndina vera síðan í september og því svolítið síðan þau Kolbeinn og Hildur felldu saman hugi. 

Hildur er fyrrverandi flugfreyja og starfaði hjá WOW Air áður en félagið varð gjaldþrota.

Færsla Hildar.
Færsla Hildar. Skjáskot/Instagram
mbl.is