Karl Berndsen borinn til grafar í dag

Karl Berndsen verður borinn til grafar í dag.
Karl Berndsen verður borinn til grafar í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hárgreiðslumeistarinn Karl Berndsen verður lagður til hinstu hvílu í dag. Hans er minnst í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag þar sem fjöldi fólks fer fögrum orðum um hann. 

Karl lést 28. janúar eftir erfið veikindi. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag klukkan 15.

„Besta gjöfin sem meistari fær frá sínum nemanda er að hann verði skapandi, öflugur, hafi hugsjón fyrir fagið og hræðist ekki tækifærin sem koma. Einn af mínum nemendum var Karl Berndsen sem við kveðjum í dag, sá fyrsti sem kveður úr stórum hópi Salon VEH-nemenda.

Hann byrjaði sitt nám á stofunni í Glæsibæ, þá 16 ára gamall, síðan í Húsi verslunarinnar og Salon VEH á Laugavegi. Það tók hann smá tíma að finna sinn stað en þegar honum var það ljóst þá beið hans upplifun sem allir fagmenn vilja og eiga að finna. Stefna á nýjar brautir, vinna erlendis og varð London fyrir valinu og þar hófst nám í snyrtingu og myndin small saman. 

Með þessi fög komst hann langt. Hann vann fyrir tískumyndatökur um allan heim þar til hann kom aftur til landsins og fór að stílisera viðskiptavini. Hann var snillingur í umbreytingu; bjó til, skapaði heildarútlit þar sem snyrting, hár og fatnaður umbreytti konunni algjörlega.

Hugsjónin var komin og þættirnir í sjónvarpinu báru af. Oft sagði ég við hann: Ekki gera meira, þú ert bestur í þessu, en hann brann fyrir að hanna hárgreiðslustofu sem væri á heimsmælikvarða og hannaði fallegustu stofu landsins á Höfðatorgi. 

Tíminn flaug og allt í einu stoppaði allt! Kalli, þessi fallegi og hugmyndaríki drengur, varð óvinnufær. 

Jafnaðargeðið sem Kalli sýndi öll þessi ár í veikindunum var einstakt en hann gafst aldrei upp. Blessuð sé minning hans,“ skrifar Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari á Solon VEH. 

HÉR er hægt að lesa minningargreinarnar um Karl. 

Úr viðtali við Morgunblaðið.
Úr viðtali við Morgunblaðið. mbl.is/Friðrik Tryggvason
Karl Berndsen og Pétur Jóhann Sigfússon á Eddu-verðlaununum fyrir nokkrum …
Karl Berndsen og Pétur Jóhann Sigfússon á Eddu-verðlaununum fyrir nokkrum árum. Heiddi / Heiðar Kristjánsson
Karl Berndsen.
Karl Berndsen. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál