Stærsta gjöfin að hafa orðið edrú 24 ára

Rósa Guðmundsdóttir er að lifa drauminn í Los Angeles um …
Rósa Guðmundsdóttir er að lifa drauminn í Los Angeles um þessar mundir.

Athafna- og listakonan Rósa Guðmundsdóttir hefur búið í tæplega tvo áratugi í Bandaríkjunum. Hún lifir áhugaverðu lífi með eiginkonu sinni Moonli Singha sem er fyrsti einstaklingurinn sem hún var tilbúin að ganga í hjónaband með. Í Smartlandsblaði Morgunblaðsins í dag má lesa viðtal við Rósu þar sem hún talar meðal annars um andlegt ferðalag sítt á síðustu árum. 

„Mitt and­lega ferðalag hef­ur verið svo allskon­ar og ég er alltaf að læra eitt­hvað nýtt. Mín stærsta and­lega vakn­ing er að lifa í nú­inu og geta beislað þá orku sem býr í nú­inu án þess að þurfa eitt­hvað hug­breyt­andi. Líka að vera sátt við sjálfa mig. Ég segi oft við fólk að ef þú ert fær um að dansa einn, tveir og núna þá ertu á góðum and­leg­um stað. Ég mæli oft hvar ég er and­lega á því. Ef eig­in­leik­inn til að dansa virðist vera langt í burtu og þung­bær hugs­un þá er ég eitt­hvað langt niðri. Ég hef líka kom­ist að því að ef þér finnst þú hafa lært allt og þú ert eitt­hvað treg/​ur við að læra eitt­hvað nýtt, þá er ein­mitt tími til að fara taka til hjá sér and­lega. Að hafa orðið edrú 24 ára er stærsta gjöf sem ég gat gefið mér. Að hafa byrjað að drekka 13 ára, nota sterk­ara dóp 18 ára og kom­in á geðdeild inn og út um tví­tugt var mikið áfall fyr­ir mig og fjöl­skyld­una. En ég myndi aldrei vilja breyta neinu í fortíðinni því hún hef­ur gert mig að þeirri mann­eskju sem ég er í dag. Ekki held­ur þeim kyn­ferðis­áföll­um og einelti sem ég varð fyr­ir, því ég get hjálpað öðrum sem gengið hafa í gegn­um slíkt og það fær­ir mér djúpa ham­ingju.“

HÉR getur þú lesið viðtalið í heild sinni. 

mbl.is