Stjörnur sem hættu saman í kringum Valentínusardag

Lady Gaga og Christian Carino hættu saman fyrir Valentínusardaginn í …
Lady Gaga og Christian Carino hættu saman fyrir Valentínusardaginn í fyrra. AFP

Það er alltaf sorglegt þegar ástarsambönd enda og hvað þá í kringum dag ástarinnar, Valentínusardaginn 14. febrúar. Það er líklegast enginn sem velur að hætta saman um þetta leyti, hvað þá á daginn sjálfan, en því miður ganga hlutirnir einfaldlega ekki alltaf upp. Þessar stjörnur tilkynntu um sambandsslit 14. febrúar eða í kringum þann dag. 

Tónlistarkonan Lady Gaga mætti einsömul án trúlofunarhringsins á Grammy-verðlaunahátíðina í fyrra. Þá fóru strax sögusagnir á kreik um að Gaga væri hætt með unnusta sínum Christian Carino. Það var svo staðfest 20. janúar. 

Tónlistarkonan Jennifer Lopez og Sean Combs, P. Diddy, tilkynntu að þau væru hætt saman á Valentínusardaginn árið 2001 eftir 2 ára samband. 

Leikkonan Regina King sagði í viðtali við UsWeekly að henni hefði verið sagt upp á Valentínusardaginn einu sinni. Líklegast var hún að tala um Malcom-Jamal Warne en þau hættu saman árið 2013. „Einn maður hætti með mér á Valentínusardag. Síðan sendi hann mér blóm sama dag og skrifaði í kortið að hann elskaði mig. Ég henti blómunum,“ sagði King.

Hilary Duff og Mike Comrie áttu frekar sorglegan Valentínusardag árið 2015. Þau höfðu tilkynnt um skilnað sinn árið áður en sóttu formlega um skilnað 14. febrúar 2015.

Leikaraparið Milo Ventimiglia og Hayden Panettiere, sem léku saman í þáttunum Heros, hættu saman árið 2009 nokkrum dögum eftir Valentínusardaginn. Þau höfðu verið saman í tvö ár. 

Leikkonan Sophia Bush og leikarinn Austin Nichols tilkynntu um sambandsslit sín einum degi eftir Valentínusardaginn 2012. Parið var saman í um 6 ár og lék meðal annars par í þáttunum One Tree Hill.

Jennifer Lopez og P. Diddy hættu saman árið 2001.
Jennifer Lopez og P. Diddy hættu saman árið 2001. MIKE BLAKE
mbl.is