Eyþór úr Biggest Loser kominn á fast

Eyþór Árni Úlfarsson og Margrét Elísabet Yuka Takefusa skráðu sig …
Eyþór Árni Úlfarsson og Margrét Elísabet Yuka Takefusa skráðu sig í samband á dögunum.

Eyþór Árni Úlfarsson og Margrét Elísabet Yuka Takefusa eru nýtt par. Þau opinberuðu það á Facebook um helgina. Þegar Smartland hafði samband við Eyþór Árna sagði hann að þau Margrét hefðu kynnst á Tinder. 

„Heyrðu sko við kynntumst í gegnum Tinder og það var fyndið því hún var nýbyrjuð að nota Tinder og ég sko sá myndina af henni og fannst hún heillandi og falleg svo ég las það sem hún hafði skrifað um sig og hugsaði með mér að þarna væri dama sem mig langaði til að kynnast betur. Hún er pínu nördi eins og ég og svona margt heillandi við hana. Síðan man ekki hvort það var daginn eftir eða það leið einn dagur á milli þá kom „match“. Við byrjuðum strax að spjalla og vorum mjög fljót að finna út að við höfðum áhuga á mjög mörgum svipuðum hlutum og meira en það þá höfðum við mjög svipaðar hugmyndir um svo margt, eins og t.d. samskipti fólks,“ segir Eyþór Árni. 

Þegar hann er spurður að því hvað þau séu búin að vera lengi saman segir hann að ástin hafi logað í fimm vikur. 

„Nú þetta var fyrir sirka 5 vikum síðan eða kringum miðjan janúar. Við svona formleg[a] tókum „eigum við að vera par“ umræðuna um tveimur vikum seinna og erum formlega búin að vera par þá í 3 vikur en bara núna nýlega sett inn Facebook sambands status. Ég held að ég hafi bara alveg fallið fyrir þessum persónuleika, hvað hún er hjartahlý og innileg og rosalega opin eins og ég sjálfur. Það plús að við getum talað „nördísku“ saman og þannig finnst mér alveg æði,“ segir Eyþór Árni. 

mbl.is