Elti ástina út í atvinnumennsku 19 ára

Jenný Fjóla með Viktori Gísla á EM í handbolta í …
Jenný Fjóla með Viktori Gísla á EM í handbolta í byrjun árs. ljósmynd/aðsend

Lífið snýst um handbolta á heimili kærustuparsins Jennýjar Fjólu Ólafsdóttur og Viktors Gísla Hallgrímssonar í Danmörku. FH-ingurinn Jenný Fjóla elti landsliðsmarkvörðinn unga út þegar hann fór út í atvinnumennsku í fyrra.

Jenný Fjóla sem er nýorðin tvítug segir það hafa verið skemmtilegt og þroskandi að flytja 19 ára til Danmerkur.   

„Það hefur verið mjög þroskandi að flytja að heiman og að standa á eigin fótum 19 ára en samt ótrúlega gaman. Okkur gekk mjög vel að koma okkur fyrir og svona. Smá erfitt að ná dönskunni almennilega en það kemur bara með tímanum,“ segir Jenný Fjóla um flutningana.

Jenný Fjóla og Viktor kynntust þegar þau stunduðu nám í framhalsskóla á Íslandi. Kynntust þau í gegnum skólann og sameiginlega vinkonu. Jenný Fjóla segist ekki hafa þurft að hugsa sig þegar hún ákvað að fara út með Viktori.

„Í fyrstu fannst mér þetta vera mjög stórt stökk en ég þurfti samt lítið að hugsa mig um. Það er auðvitað virkilega spennandi tækifæri að fá að búa í Danmörku og mér fannst eiginlega ekkert annað koma til greina en að flytja út með honum.“

Viktor Gísli og Jenný Fjóla kynntust í framhaldsskóla.
Viktor Gísli og Jenný Fjóla kynntust í framhaldsskóla. ljósmynd/aðsend

Segja má að Viktor hafi fangað hug og hjarta íslensku þjóðarinnar með íslenska karlalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í handbolta í byrjun árs. Jenný Fjóla fylgdist vel með landsliðinu úr stúkunni. 

„Það var ótrúlega skemmtileg upplifun og geggjað að sjá Viktor spila svona vel og eiga stórleiki á sínu fyrsta stórmóti. Get alveg sagt að ég hafi verið stolt af Viktori mínum.“

Jenný Fjóla og Viktor Gísli búa saman í Danmörku.
Jenný Fjóla og Viktor Gísli búa saman í Danmörku. ljósmynd/aðsend

Jenný Fjóla stefnir á að fara í háskóla í haust en eins og er vinnur hún sem barþjónn auk þess sem hún spilar handbolta. Þar sem parið er á fullu í handbolta snýst heimilislífið mikið um boltaíþróttina. 

„Venjulegur dagur hjá okkur inniheldur aðallega handboltaæfingar og ræktina. Ég er og hef alltaf verið mjög virk í íþróttum og er dugleg að æfa sjálf. Ég hef verið að spila handbolta frá því ég var á grunnskólaaldri og spila núna með IF Stjernen sem er í Odense.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál