Selur kynþokkafullar myndir fyrir 1,6 milljónir á mánuði

Apollonia Llewellyn.
Apollonia Llewellyn. Skjáskot/Instagram

Hin tvítuga Apollonia Llewellyn fær um 10 þúsund bresk pund á mánuði fyrir að selja kynþokkafullar myndir af sér á netinu. 

Llewellyn notast við forritið Only Fans sem er sam­fé­lags­miðill sem aðstoðar not­end­ur við að selja efni sitt til áskrif­enda. Þar deil­ir hún nekt­ar­mynd­um og nekt­ar­mynd­bön­dum af sjálfri sér og áskrif­end­ur að rás­inni henn­ar þurfa að greiða fyr­ir efnið.

Hún fær 25 pund beint í vasann í hvert skipti sem einhver gerist áskrifandi að rás hennar. Þar að auki geta áhugasamir keypt aukaefni af henni og greitt fyrir að eiga í samskiptum við hana.

Þar að auki selur hún fatnað sem hún hefur setið fyrir í fyrir fúlgur fjár. 

View this post on Instagram

Couldn’t of picked a better V-Day outfit 😍 @isawitfirst #isawitfirst #isawicons #ad gifted

A post shared by Apollonia | Barbi Page 3 (@apolloniallewellyn) on Feb 14, 2020 at 6:11am PST

Llewellyn notar peninginn sem hún fær í gegnum OnlyFans til að ferðast um heiminn. „Í ár ætla ég í 12 ferðir á 12 mánuðum. Ég hef farið í ferðalag í hverjum mánuði það sem af er ári,“ sagði Llewellyn í viðtali við The Sun

Í janúar fór hún til Barcelona og í febrúar fór hún til Alicante. Í mars ætlar hún svo til Kaupmannahafnar. Hún setur stefnuna á Palmanova á Spáni í apríl og ætlar til Dublin í maí. Í júní ætlar hún til Santorini og Portúgals. Í júlí ætlar hún aftur til Spánar, í ágúst til Þýskalands. Hún ætlar að eyða október og nóvember í New York. Desember ætlar hún að eyða á Grikklandi. 

Llewellyn segri að hún hafi verið hikandi í fyrstu þar sem hún hélt að hún þyrfti að sitja fyrir nakin. Það gerir hún hins vegar ekki og birtir bara myndir af sér í sundfötum eða nærfötum. 

Apollonia Llewellyn.
Apollonia Llewellyn. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál