Björn Ingi fékk andlega leiðsögn hjá Söru

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans.
Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans. Ljósmynd/Facebook

Sara Oddsdóttir markþjálfi opnaði nýlega vefinn www.saraodds.is. Hún segist brenna fyrir auknum vexti og sjálfsþekkingu samferðafólks og segist hafa reynt margar ólíkar leiðir. Einn af hennar viðskiptavinum er Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans en á heimasíðunni segir hann frá sinni upplifun af því að fá leiðsögn Söru. 

„Með aldrinum nær maður auknum þroska og fer að meta lífið út frá fleiri hliðum en áður. Maður áttar sig á þeim lífsgæðum sem felast í bænum og íhugun; slökun og hugleiðslu og því að ná sáttum við sjálfan sig, vinna að góðri heilsu með því að komast í gott líkamlegt form og sinna andlegu hliðinni. Forgangsraða rétt og vera til staðar í núinu.

Ég hef unnið rækilega í þessum hlutum undanfarin misseri og notið þess að vera í andlegri leiðsögn hjá Söru Oddsdóttur. Ég get ekki mælt nógsamlega með því að taka þátt í slíkri vinnu, sem er sambland af sjálfskoðun, skemmtilegum pælingum um lífið og tilveruna og leiðbeiningum og ráðgjöf sem nýtast manni í leik og starfi.

Sara gefur manni ekkert eftir — setur fyrir og fylgir eftir og veganestið úr samtölum við hana nýtist manni vel í krefjandi verkefnum. Þetta er andleg einkaþjálfun (fyrir hausinn og sálina), nokkuð sem margir gleyma að huga að fyrr en allt er komið í óefni, og hefur gert mjög mikið fyrir mig,“ segir Björn Ingi í umsögn inni á vefnum www.saraodds.is. 

Sara Oddsdóttir markþjálfi og lögfræðingur opnaði nýlega vefinn www.saraodds.is.
Sara Oddsdóttir markþjálfi og lögfræðingur opnaði nýlega vefinn www.saraodds.is. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálf segist Sara hafa metnað fyrir krefjandi verkum og að lausnin og svarið sé alltaf til staðar. 

„Ég brenn fyrir auknum vexti og sjálfsþekkingu samferðafólks míns og hef sjálf reynt margar ólíkar, hefðbundnar og óhefðbundnar, leiðir til að betra sjálfa mig og aðra. Ég hef leitt bæði einstaklinga og hópa fólks í átt að aukinni sjálfsþekkingu, ávallt með sjálfsmildi og hugrekki að leiðarljósi.

Ég hef metnað fyrir krefjandi verkefnum og tel að lausnin eða svarið sé alltaf til staðar, það þarf bara að finna það. Starfsreynsla mín og menntun úr bæði skapandi greinum, viðskiptalífinu sem og lögfræði gerir mig hæfa til að geta sett mig inn í fjölbreytt og flókin viðfangsefni.  

Ég er með M.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og markþjálfi frá sama skóla, Shaman frá Otter Woman Earth Medicine School, lærði Fashion Design with Marketing hjá University of the Arts í Central Saint Martins og diplómu í margmiðlun frá Tækniskólanum. Ég hef tekið að mér ýmis krefjandi verkefni í gegnum tíðina sem og stjórnarsetu í félögum, starfað fyrir bæði fjárfestingarfélag og fasteignaþróunarfélag, auk þess að hafa reynslu af stofnun, rekstri og stjórnun eigin fyrirtækis,“ segir hún inni á vefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál