Þegar heimurinn fer á hliðina er erfitt að gefa ráð

Elísabet Ronaldsdóttir.
Elísabet Ronaldsdóttir.

Elísabet Ronaldsdóttir klippari ferðast um víða veröld vegna vinnu sinnar. Hún er nú stödd í Ástralíu og ætlar að ástunda þakklæti framar öllu öðru þessa páska. 

„Þegar heimurinn fer á hliðina er erfitt að ætla að gefa ráð, við munum öll panikera hvert með sínu nefi. En að lifa þessi ósköp af andlega og siðferðislega er ekki síður mikilvægt en að lifa þau af og því hef ég ákveðið að vera þakklát. Ég er þakklát fyrir að nú er auðveldara fyrir okkur öll að skilja að heilsa okkar og velferð sem einstaklinga er bundin heilsu og velferð hópsins. Ég er þakklát fyrir að við höfum nú tækifæri til að skilja betur stöðu þeirra sem flýja alvöru stríð og hörmungar. Ég er þakklát fyrir það hvað manneskjan hefur mikla aðlögunarhæfni og hvað hún er útsjónarsöm og að hún sem Íslendingur styður nýja stjórnarskrá sem verður mikilvægt plagg til að vernda hagsmuni lands og þjóðar þegar við tökumst á við efnahagslegar hamfarir í kjölfar kórónuveirunnar. Ég er líka einstaklega þakklát því að veiran leggst ekki af þunga á börnin og mun verða enn þakklátari ef við sem flest lifum af þessa áhugaverðu tíma,“ segir Elísabet. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál