Svali er kominn með sumarvinnu á Íslandi

Svali og Jóhanna með synina þrjá.
Svali og Jóhanna með synina þrjá.

Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, flutti til Tenerife fyrir rúmlega tveimur árum ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Katrínu Guðnadóttur og sonum þeirra. Nú er fjölskyldan á heimleið vegna kórónuveirunnar og ætla að verja sumrinu á Íslandi. Svali er kominn með vinnu hjá Toyota á Selfossi og segir að þau hafi ætlað að koma heim í sumar, en dvölin verði aðeins lengri en áætlað var í fyrstu. Jóhanna er hárgreiðslumeistari og fer að vinna á Unique Hár og Spa. 

Þegar Svali er spurður að því hvort það hafi verið erfið ákvöðun að koma til Íslands aftur segir hann svo ekki vera. 

„Ekki þannig, við ætluðum alltaf í frí þangað en þetta verður aðeins lengra stopp bara,“ segir hann. 

Á Tenerife hefur ríkt algert útgöngubann og hefur fólk bara mátt fara út í búð og er fólk sektað grimmt ef það brýður reglurnar. Svali segir það mjög leiðigjarnt til lengdar að vera innilokaður. 

„Hvað skal segja, þetta hefur gegnið vel en mikið ofsalega er leiðinlegt að vera lokaður inni. Líka sérstakt af því að það er svo hart útgöngubann að maður verður hálf smeykur þegar maður þarf að fara út. Það eru háar sektir við brotunum, frá 600 evrum upp í 10.000 evrur. Það er alveg galið,“ segir hann. 

Eruð þið komin með flug heim?

„Nei ekki ennþá en leiðin sem við förum veður trúlega flug héðan til Madrid og gistum þar eina nótt, förum þaðan til London og svo beint heim,“ segir Svali. 

Hvað ætlar þú að gera á Íslandi í sumar?

„Við erum svo heppin að vera bæði búin að fá vinnu, Jóhanna fer að klippa hjá Unique Hár og Spa í Síðumúla en ég fer á alveg nýjan stað, er að fara að vinna fyrir Toyota á Selfossi, beint í bílasölu,“ segir hann. 

Þegar hann er spurður að því hvernig það hafi komið til segir hann að gamall jeppafélagi hafi haft samband. 

„Hann Haukur Baldvins sem er allt í öllu þar sendi mér skilaboð á SnapChat og spurði bara hvort ég þyrfti ekki að vinna eitthvað í sumar. Við þekkjumst reyndar aðeins frá fyrri tíð. Keypti alla mína jeppa þar í gamla daga þannig að hann veit af bílaáhuga mínum. En ég alla vega tók ég bara boðinu og er mjög spenntur fyrir framhaldinu hjá þeim.“

Hvað er það fyrsta sem þið ætlið að gera þegar þið komið heim?

„Úff veit það ekki, en við munum pottþétt öll fagna frelsinu á einn eða annan hátt og svo auðvitað bæjarins bestu og eitthvað fleira í þá áttina.“ 

Hvernig hefur þessi innilokun reynt á ykkur?

„Þolinmæðina fyrst og femst, en mér finnst ótrúlegt hvað drengirnir hafa verið rólegir yfir þessu öllu. Það er auðvitað leiði í okkur öllum og við erum rosalega spennt fyrir því að komast í smá felsi. En þetta hefur líka kennt manni hvað það er gott að vera tílbúinn til að aðlagast aðstæðum og gera það besta úr öllu, henda neikvæðninni.“

Ertu búinn að taka eitthvað jákvætt út úr þessu?

„Það jákvæða við þetta er sennilega að hugsa jákvætt og að maður kann að meta marga þætti lífsins betur. Það er ekkert sjálfsagt í heiminum. Svo erum við saman hjónin á öndunarnámskeiði og reynum að efla hugann með hugleiðslu og fleira í þeim dúr.“

Hvers hefur þú saknað mest frá Íslandi?  

„Kannski fyrir utan fólksins míns á Íslandi, þá er það mögulega loftið, regnið, Úlfarsfell og hólmsheiðin þar sem ég hljóp mikið og hjólaði,“ segir hann. 

Lífið á Tenerife hefur verið mjög ljúft.
Lífið á Tenerife hefur verið mjög ljúft.
Hjónin í miklum blóma.
Hjónin í miklum blóma.
Hér er Svali ásamt frumburði sínum.
Hér er Svali ásamt frumburði sínum.
Jóhanna og synirnir láta fara vel um sig á veröndinni.
Jóhanna og synirnir láta fara vel um sig á veröndinni.
Morgunbollinn klikkar ekki.
Morgunbollinn klikkar ekki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál