Misskilningur að Jói Fel sé á lausu

Jói Fel er ekki á lausu!
Jói Fel er ekki á lausu! mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Bakarinn Jói Fel hefur tekið samkomubannið með trukki og eldað hvern réttinn á fætur öðrum á Instagram-reikningi sínum. Maðurinn er á heimavelli þar enda hélt hann úti vinsælum matreiðsluþáttum á Stöð 2 fyrir nokkrum árum. Hann kann því öll trixin þegar kemur að lekkerum réttum. Aðdáendur hans hafa því fylgst spenntir með matreiðslunni. Á dögunum kom þó upp nokkur misskilningur þegar Jói fór að elda piparsveinarétt. Álitu aðdáendur hans að hann væri hættur með kærustunni og væri í lausagangi. 

Rúnar Gíslason, Kristín Eva Sveinsdóttir og Jói Fel.
Rúnar Gíslason, Kristín Eva Sveinsdóttir og Jói Fel. Ljósmynd/Mummi LÚ

Þegar Smartland hafði samband við Jóa kom í ljós að þetta var allt misskilningur. 

„Fólk tók þessu með piparsveinamatinn full alvarlega. Það horfa allt að fimm þúsund manns á hvern þátt hjá mér. Þannig fóru sögurnar af stað. Þetta gekk svo langt að kærastan mín komst á séns,“ segir Jói og hlær en hann er í sambúð með Kristínu Evu Sveinsdóttur. 

Aðspurður að því hvað hann hafi lært af þessari uppakomu segist hann fyrst og fremst hafa haft gaman að þessu.

„Fólk tekur allavega eftir hvað ég segi og geri,“ segir hann og hlær.

View this post on Instagram

Rauður kjúklingur

A post shared by Jóhannes Felixson (@joifel) on Apr 21, 2020 at 1:04pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál