Endaðir þú eins og Guðrún Veiga 4. maí?

Guðrún Veiga hefur sankað ýmislegu að sér á meðan samkomubanninu …
Guðrún Veiga hefur sankað ýmislegu að sér á meðan samkomubanninu stóð. skjáskot/Instagram

Slakað var á samkomubanni á miðnætti og því margir snúnir aftur á vinnustaðinn sinn eftir margna vikna heimavinnu. Margir voru spenntir að drífa sig í klippingu, litun og í annarskonar snyrtimeðferðir. 

Nú þegar slakað hefur verið á samkomubanninu virðast margir hafa rankað við sér og áttað sig á því hvað þeir voru að gera á meðan banninu stóð. Margir hafa eflaust farið offorsi í netverslunum hverskyns og því margt dúkkað upp á heimilinu á síðustu vikum sem annars hefði ekki átt heima í netverslunarkörfunni. 

Samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Gveiga sýndi afrakstur samkomubannsins á Instagram í dag, þar sem má meðal annars finna krulluhettu, viskustykki, pottaleppa og ofnhanska í stíl, stand fyrir uppþvottalög og bursta og púða sem Gveiga segir að passi ekki neinstaðar á heimilið. 

Þar að auki pantaði hún snakk til Vestmannaeyja, þar sem hún býr nú, og greiddi 2 þúsund krónur fyrir sendingargjaldið. Einnig er á myndinni rifblaðka sem hún segist ekki kunna að sjá um.

Guðrún Veiga með allt góssið.
Guðrún Veiga með allt góssið. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda