Hallgrímur og Katrín Halldóra orðin hjón

Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson gengu í hjónaband í maí en þau eiga von á syni eftir um það bil mánuð. Katrín Halldóra sló eftirminnilega í gegn í söngleiknum Ellý en hún er leikkona að mennt. Hallgrímur er í hljómsveitinni Sólstöfum og er skógarhöggsmaður hjá Reykjavíkurborg.

„Ný gift! Í maí fyrir 10 árum kynntumst við og í gær 10 árum síðar á fallegum sólríkum degi giftum við okkur!! ☀️❤️Búið að vera mjög erfitt að þ[egja] yfir þessu litla Leynibrúðkaupi! Við ákváðum þetta með nánast engum fyrirvara, pabbi gaf okkur saman við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og þar sem hvorugt okkar vildi stóra veislu þá héldum við upp á þetta með nánustu fjölskyldum okkar og örfáum vinum heima. Fullkominn dagur í alla staði, látlaust og skemmtilegt og nú erum við hjón! 🥰👏💕<(Ég mæli með þessu... Alveg sérstaklega þegar þú ert gengin 36 vikur!... Nú má Lilli bara koma!),“ segir Katrín Halldóra á Facebook-síðu sinni. 

mbl.is