Gettu hvað Elísabet drottning þolir ekki

Drottningin vill ekki hvítlauk en elskar rækjur.
Drottningin vill ekki hvítlauk en elskar rækjur. AFP

Darren McGrady, fyrrverandi kokkur Elísabetar Bretlandsdrottningar og Díönu prinsessu, segir drottninguna ekki þola hvítlauk og að ekki mætti elda með hvítlauk í konungshöllinni. Þessu greindi kokkurinn frá á Instagram-síðu sinni á dögunum.

McGrady var í þjónustu drottningarinnar og Díönu prinsessu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann segir að í sérstöku uppáhaldi drottningarinnar væru svokallaðar Morecambe Bay Potted Shrimps sem eru litlar brúnar rækjur marineraðar í kryddsmjöri. „Þegar maður setur rækjurnar á ristað brauð þá bráðnar smjörið á mjög svo dásamlegan hátt,“ segir McGrady. 

McGrady segir upplifunina að vinna fyrir drottninguna mjög frábrugðna því að vinna á veitingastað eða á hóteli þar sem kúnnahópurinn er fjölbreyttari. „Þegar ég færði mig yfir til Buckingham-hallar snerist starfið meira um það að laga réttina að smekk drottningar. Ef ég eldaði beef stroganoff og henni líkaði ekki paprikan í réttinum varð þetta allt í einu að rétti með engri papriku.“

View this post on Instagram

Check out the latest video on my YouTube channel (link in bio) So... “did the Queen ever order fast food?”

A post shared by Darren McGrady (@darren_mcgrady) on May 26, 2020 at 9:52am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál