Endurskoðandinn ráðlagði Ellý að gera þetta!

Ellý Ármannsdóttir hefur stofnað fyrirtæki í kringum listina og spámennskuna.
Ellý Ármannsdóttir hefur stofnað fyrirtæki í kringum listina og spámennskuna.

Ellý Ármannsdóttir, spákona, útvarpskona, myndlistarmaður og svo mætti lengi telja, opnaði fyrirtæki á dögunum. Fyrirtækið heitir í höfuðið á afa hennar sem hún er skírð í höfuðið á. Í júní byrjar hún svo í einkaþjálfaranámi. 

„Nýja félagið heitir Elías ehf. en ég er skírð í höfuðið á Elíasi afa. Ég gúgglaði Elías, nafnið hans afa, og komst að því að Elías var nafn hebreska spámannsins Elía, sem merkir Drottinn er Guð minn (1. Kon. 17,1). Það hlýtur að færa mér áfram styrk og þessa yndislegu bjartsýni sem ég finn í hjartanu. Ég bara trúi ekki öðru,“ segir Ellý um félagið Elías ehf. 

Hún segir að endurskoðandi hennar hafi ráðlagt henni að stofna fyrirtækið. 

„Það hefur verið frekar mikil eftirspurn eftir verkunum sem ég mála og endurskoðandinn minn ráðlagði mér þess vegna að stofna fyrirtæki í kringum listina og líka spámennskuna. Það líður ekki sá dagur að Íslendingur hafi ekki samband við mig til að panta hjá mér heilunarspá eða framtíðarspá,“ segir hún. 

Aðspurð hvernig sumarið verði hjá henni kemur í ljós að hún er með ýmislegt spennandi í gangi. 

„Í sumar ætla ég að mála, kenna hóptíma í Reebok Fitness og ég er nýbúin að skrá mig í spennandi fjarnám sem er einkaþjálfaranám hjá www.intensivept.is, en skólinn byrjar núna 8. júní. Þar sæki ég fyrirlestra í gegnum netið ásamt verklegum og skriflegum prófum,“ segir hún og þegar hún spurð að því hvers vegna hún hafi viljað læra einkaþjálfarann segist hún vilja afla sér meiri þekkingar.

„Með því að læra einkaþjálfarann get ég kafað dýpra í allt sem viðkemur líkamanum, vellíðan og hreysti. Mig þyrstir í að vita hvað er gott og hvað ekki fyrir til að mynda nýbakaðar mæður þegar kemur að hreyfingu, mataræði, anatómíu hjartans og virkni þess, blóðrásina og hlutverk blóðsins sem rennur um æðar okkar og líka hvernig taugakerfið starfar.

Ég ákvað að fara í fjarnámið fyrir mig og fjárfesta í mér og kafa þannig enn dýpra í líkamsræktina, tengingu líkamans við hugann og innsæið. Við erum kraftaverk og ég vil kafa dýpra í manneskjuna og hvernig við fáum sem mest út úr lífinu. Svo ætla ég að dansa alla föstudaga hérna heima í allt sumar með manninum sem ég giftist vonandi næsta vetur ef góður Guð leyfir,“ segir Ellý en upphaflega ætluðu þau að ganga í hjónaband í júní en því hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál