Sigga Kling lætur Aron Einar vakta húsið

Sigga Kling segir að inngangurinn heima hjá fólki skipti máli.
Sigga Kling segir að inngangurinn heima hjá fólki skipti máli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spákonan Sigga Kling segir að nú sé tíminn til að taka til fyrir framan heimilið og gera eitthvað fallegt. Hún segir að það komi allt önnur orka inn á heimilið þegar inngangurinn er heillandi. Á dögunum gjörbreytti hún innganginum hjá sér með málningu og pappa-Aroni Einari sem gerir líf Siggu Kling betra. 

„Það skiptir öllu máli að hafa skemmtilegan inngang. Inngangurinn er það fyrsta sem þú sérð þegar þú kemur inn á heimili. Þegar þú sérð eitthvað skemmtilegt þá setur þú fallega hugsun þar inn og þá verður lífið betra. Þetta er svona eins og fyrir jólin þegar allir eru að skreyta,“ segir hún og bendir á að hugsanir skipti máli því þær séu orka. 

Ljónin og listaverkin og Aron Einar hressa upp á innganginn.
Ljónin og listaverkin og Aron Einar hressa upp á innganginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigga Kling ákvað því að lífga upp á innganginn heima hjá sér þar sem hún býr á Álftanesi.

„Ég ákvað á hringja í Nönnu Láru sem býr við hliðina á mér og spurði hana hvort ég mætti ekki mála stigann og gera eitthvað fallegt með krökkunum. Það var ekkert mál að hennar hálfu. Listamaðurinn Theresa Trinidad hún málaði ljónin í neongulu, rauðu og grænu. Ég er búin að setja þau fremst og svo er ég mála spegilinn á hurðinni og búin að setja búddann minn út og kalla á hamingjuna. Svo kviknaði sú hugmynd að setja kartöflur og rabbabara í garðinn og leyfa krökkunum að vera með í að rækta í stað þess að hafa bara gras. Það finnst mér spennandi því einfaldleiki hlutanna er bestur. Ef við breytum aðeins til þá breytist orkan.“

Það fer ekki framhjá neinum að þú hefur ákveðið að taka þetta bara alla leið. 

„Börnin fengu að leika lausum hala,“ segir hún og hlær og játar að í þetta skiptið hafi hún verið með vatnsmálningu sem þvoist af í næstu rigningu. 

„Svo erum við að fara að mála aftur með sömu málningu og er notuð á göturnar fyrir Gaypride. Við ætlum að skrifa orð og setningar á stigann,“ segir hún. 

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði landsliðsins í fótbolta vekur athygli en Sigga Kling á hann í fullri stærð. 

„Ég elska Aron Einar, dýrka hann og dái. Hann var fyrirliðinn okkar og þarna er hann að hjálpa okkur, hann er með sterkan svip. Mér verður stundum brugðið þegar ég sé hann en yfirleitt geymi ég hann inni. Það var kvennahópurinn Frunsurnar sem gáfu mér hann,“ segir hún og hlær ennþá meira.  

Málningin klíndist smá í fötin.
Málningin klíndist smá í fötin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál