Grímuklætt konungsfólk í Mónakó

Vel fór á með þeim hjónum og Charlene þótti einstaklega …
Vel fór á með þeim hjónum og Charlene þótti einstaklega smekkleg til fara. AFP

Konungsfjölskyldan í Mónakó mætti grímuklædd í tilefni af opnun Place du Casino, þekkts torgs í Monte Carlo, sem nýlega hefur gengist undir miklar endurbætur. Þetta er talinn vera fyrsti stóri viðburður konungsfjölskyldunnar frá upphafi kórónaveirunnar og markar ákveðin tímamót í Mónakó þar sem smátt og smátt er farið sýna tilslakanir á samkomubönnum. 

Fremstur í fararbroddi var Albert II prins af Mónakó ásamt eiginkonu sinni Charlene prinsessu. Líklegt þykir að konungsfjölskyldan vilji sýna gott fordæmi og setja heilsu framar öðru. Prinsinn hefur nú þegar fengið kórónaveiruna og ætti því að vera búinn að mynda ónæmi gegn henni. En hann hefur lagt áherslu á í viðtölum að þetta sé veira sem geti lagst á alla. 

Með þeim í för var Stefanía prinsessa, systir Alberts, ásamt börnum og tengdabörnum og báru þau öll grímur.

Grímur konungsfjölskyldunnar voru ekki af verri endanum en þær voru sérmerktar með skjaldarmerki Grimaldi fjölskyldunnar. 

Stefanía prinsessa af Mónakó (lengst til vinstri) ásamt börnun sínum …
Stefanía prinsessa af Mónakó (lengst til vinstri) ásamt börnun sínum og tengdabörnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál