Þessi hættu saman í sóttkví

Mary-Kate Olsen reynir að sækja um skilnað frá Olivier Sarkozy …
Mary-Kate Olsen reynir að sækja um skilnað frá Olivier Sarkozy mitt í kórónuveiru-fárinu. Skjáskot Page Six

Óvenjumörg stjörnupör hafa gefist upp á hvort öðru síðustu vikur. Ætla má að of mikil samvera sé ekki fyrir alla og fái fólk til þess að sjá makann í nýju ljósi. Smartlandið tók saman þau fyrrverandi stjörnupör sem hafa verið hvað mest í sviðsljósinu undanfarið. 

Mary-Kate Olsen og Olivier Sarkozy

Fimm ára hjónabandi Mary-Kate Olsen og Olivier Sarkozy er nú lokið. Sautján ára aldursmunur er á þeim en Olivier er bankamaður og hálfbróðir fyrrverandi Frakklandsforseta. Ástæða skilnaðarins er sögð vera að hún vildi börn en hann ekki. 

Þegar allt lék í lyndi.
Þegar allt lék í lyndi. Skjáskot Daily Mail

Kristin Cavallari og Jay Cutler

Leikkonan Kristin Cavallari og bandaríska fótboltastjarnan Jay Cutler hafa verið gift í nærri sjö ár. Þau eru sögð hafa náð sáttum um forræði þriggja barna sinna og munu skiptast á að vera með þau viku og viku í senn.

Kristina Cavallari er leikkona og raunveruleikastjarna í Bandaríkjunum.
Kristina Cavallari er leikkona og raunveruleikastjarna í Bandaríkjunum. mbl.is/Cover Media

Julianne Hough og Brooks Laich

Leikkonan Julianne Hough giftist Brooks Laich með pompi og prakt fyrir hartnær þremur árum. Þau höfðu ólíkar hugmyndir til hjónabandsins og því var óumflýjanlegt fyrir þau að slíta samvistir.

Julianne Hough hefur leikið í myndum á borð við Safe …
Julianne Hough hefur leikið í myndum á borð við Safe Haven auk þess sem hún bæði syngur og dansar. Hún og Brook voru gift í um þrjú ár og voru búin að vera óhamingjusöm í þó nokkurn tíma. Skjáskot Page Six

Jamie King og Kyle Newman

Leikkonan Jamie King og leikstjórinn Kyle Newman voru gift í 12 ár. Skilnaður þeirra virðist ætla að fara á versta veg en þau deila um forræði barna sinna og hún hefur sótt um nálgunarbann á hendur honum. Jamie King varð þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Hart of Dixie.

Jamie King og Kyle Newman deila stíft þessa dagana.
Jamie King og Kyle Newman deila stíft þessa dagana. Skjáskot

Megan Fox og Brian Austen Green

Megan Fox hefur nú í annað skipti sótt um skilnað frá Beverly Hills 90210-leikaranum. Fyrra skiptið var í ágúst 2015 en hún síðar dró það til baka. Þau eiga saman þrjá syni. Upp á síðkastið hefur hún verið að stíga í vænginn við bandaríska rapparann Machine Gun Kelly.

Megan Fox og Brian Austin Green eru hætt saman en …
Megan Fox og Brian Austin Green eru hætt saman en þau eiga þrjá syni saman. Skjáskot People.com

Cara Delevingne og Ashley Benson

Breska fyrirsætan Cara Delevingne og bandaríska leikkonan Ashley Benson, þekkt úr þáttunum Pretty Little Liars, voru saman í tvö ár. Sambandið rann einfaldlega sitt skeið.

Fyrirsætan Cara Delvingne og leikkonan Ashley Benson eru hættar saman.
Fyrirsætan Cara Delvingne og leikkonan Ashley Benson eru hættar saman. Skjáskot Enews

Lily-Rose Depp og Timothee Chalamet

Fyrirsætan og dóttir leikarans Johnny Depp átti um tíma í ástarsambandi með unga leikaranum Timothee Chalamet. Hann er þekktur fyrir hlutverk sitt í verðlaunamyndinni Call me by your name.

Fyrirsætan Lily-Rose Depp og Timothee Chalamet meðan allt lék í …
Fyrirsætan Lily-Rose Depp og Timothee Chalamet meðan allt lék í lyndi. (Hér ásamt leikstjóranum David Michod). AFP

Channing Tatum og Jesse J

Leikarinn Channing Tatum og söngkonan og Íslandsvinurinn Jesse J hafa verið sundur og saman síðustu tvö ár. Þau segjast nú vera endanlega hætt saman en eru áfram vinir.

Channing Tatum og Jessie J eru sögð vera hætt saman.
Channing Tatum og Jessie J eru sögð vera hætt saman. Samsett mynd

Scott Disick og Sofia Richie

Raunveruleikastjarnan Scott Disick og Sofia Richie eru nýhætt saman. Hann er sagður vera stöðugt að daðra við fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, Kourtney Kardashian, en þau eiga þrjú börn saman.

Scott Disick og Sofia Richie eru hætt saman.
Scott Disick og Sofia Richie eru hætt saman. mbl
mbl.is