Dorrit Moussaieff kappklædd á Esjunni

Herdís Þorvaldsdóttir jógakennari ásamt Dorrit Mousaeiff og Gabríelu Jónu Ólafsdóttur.
Herdís Þorvaldsdóttir jógakennari ásamt Dorrit Mousaeiff og Gabríelu Jónu Ólafsdóttur.

Athafnakonan Dorrit Moussaieff var kappklædd í sólinni og rokinu nýverið á leið upp Esjuna með vinkonum sínum. Fatnaður Moussaieff vakti athygli í sólinni og rokinu þennan dag. 

Jógakennarinn Herdís Þorvaldsdóttir bendir á þá staðreynd á samfélagsmiðlum að kannski eru konur fæddar á landinu, aðeins harðari en aðrar konur þegar kemur að kuldanum. 

Eitt er víst að konurnar voru glæsilegar á fjallinu. Vel útbúnar, hver með sínu móti. 

mbl.is