Hefur borðað það sama í morgunmat síðustu 35 árin

Gyða Hlín Björnsdóttir, deildarstjóri Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, nýtur þess að elda góðan mat með vinum og fjölskyldu. Þó að hún elski mat heldur hún sig við það sama á morgnana og hefur gert það lengi. 

Gyða er mikill fagurkeri og fjölskyldukona. Hún er með mikinn áhuga á tísku og vill hafa fallegt í kringum sig. Hún er metnaðarfull kona sem vill hafa nóg fyrir stafni.

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég fer í sjóðandi heitt bað með kertaljós og kyrrðarþögn og næ þannig að núllstilla mig frá daglegu amstri. Síðan leyfi ég mér að fara í nudd af og til. Ég er líka mikill sælkeri og að fara í dögurð er oft mitt dekur enda tek ég það oft fram yfir góðan kvöldmat. Svo er ég líka svo heppin að það eru frábærar gönguleiðir í nágrenni mínu í Mosfellsbæ. Mikil nálægð við náttúruna.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

 „Ralph Lauren býður upp á sígilda og tímalausa hönnun.“

Ralph Lauren er í uppáhaldi hjá Gyðu.
Ralph Lauren er í uppáhaldi hjá Gyðu.

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Tíska er mitt persónulega tjáningarform enda getur maður endurspeglað persónu sína með samsetningu fatnaðarins. Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og hef gaman af því að klæða mig í falleg föt.“

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

„Mín litapalletta er svört, brún og dökkblá en svarti liturinn stendur upp úr sem uppáhaldsliturinn.“

Hvaða keyptirðu þér síðast?

„Síðast keypti ég mér gallabuxur í Mathildu í Kringlunni.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima?

„Ég elska að sitja í stofunni í hægindastólnum fyrir framan arininn með kaffibolla eða jafnvel hvítvínsglas.“

Hér má sjá Lounge stólinn eftir Eames.
Hér má sjá Lounge stólinn eftir Eames.

Hvert er uppáhaldshúsgagnið þitt?

„Eames lounge-stóllinn er í miklu uppáhaldi en svona miðað við vigtina undanfarið á tímum COVID-19 hef ég sennilega notað ísskápinn mest og er hann kannski mitt leyni uppáhalds. En ekki segja neinum!“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Ég á margar tímalausar flíkur, ég kýs oftast að vera „business casual“ í vinnunni og það endurspeglar mín fatakaup. Blazer-jakkar og gallabuxur eru í miklu uppáhaldi og svo held ég mikið upp á Louis Vuitton-veskin og nota þau mikið. Þau eru klassík og verða bara flottari með mikilli notkun.“

Þetta hefur Gyða borðað í morgunmat síðustu 35 ár.
Þetta hefur Gyða borðað í morgunmat síðustu 35 ár.

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi?

„La Primavera, parmaskinkan á glóðuðu brauði með geitaostasósu er stórkostleg! The Coocoo's Nest á Grandagarði er klárlega með besta dögurðinn.“

Uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Hef fengið mér Cheerios með léttmjólk í morgunmat síðustu 35 árin. Ég fæ mér svo einn kaffibolla á meðan ég fer yfir helstu fréttamiðla áður en ég legg af stað í vinnuna.“

Uppáhaldssmáforrit? „Instagram.“

Parmaskinka er í uppáhaldi.
Parmaskinka er í uppáhaldi.

Eitthvað fleira sem þú vilt koma að?

„Ég á stóra fjölskyldu og varð amma á síðasta ári, sem mér er dýrmætt að fá að upplifa svona ung. Elska að vera með börnunum og tengdabörnum og nýt þess að eiga með þeim góðar stundir og skapa góðar minningar. Hlakka til sumarsins innanlands sem verður notið í garðinum heima og í laxveiði með góðum vinum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál