Hvað þýða þessar stellingar eiginlega?

Beyonce var þekkt fyrir að sýna handarkrikana.
Beyonce var þekkt fyrir að sýna handarkrikana. mbl.is/ brlmuzik.

Stjörnurnar eru duglegar að stilla sér upp í ýmiss konar stellingum á Instagram. Judy James er sérfræðingur í líkamstjáningu og segir í viðtali við The Sun að stjörnurnar velji stellingar af jafnmikilli nákvæmni og föt sín og fylgihluti. 

„Fræga fólkið heldur sér yfirleitt við eina ákveðna stellingu. Þau vita að stellingin gerir þau aðgreinanlegri fyrir aðdáendur sína en stellingin getur oft sagt manni ýmislegt um þau,“ segir James og tekur dæmi um nokkrar stjörnur.

Beyonce — hársveiflur

„Beyonce er gjörn á að sveifla til hárinu og leggja minni áherslu á andlit sitt. Þá birtir hún oft myndir af sér með sólgleraugu. Þessi mikla áhersla á hárið og notkun sólgleraugna gæti bent til einhvers óöryggis.“

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Dec 17, 2019 at 3:26pm PST

Rita Ora — snúnar stellingar

„Rita Ora birtir oft myndir af sér í flóknum stellingum. Þetta bendir til löngunar til að vera séð sem sjálfstæð listakona. Hún horfir niður til myndavélarinnar sem bendir til barnslegrar einlægni en vill samt vera kynþokkafull á sama tíma,“ segir James.

Victoria Beckham — með fótinn upp

„Fánastöngin er stelling þar sem fóturinn vísar beint upp í loft. Með þessu er hún að gefa til kynna að hún er í góðu formi og óhrædd við athygli. Kona sem almennt er þekkt fyrir að vera glæsileg og alvörugefin, með þessari stellingu sýnir hún á sér skemmtilegri hlið.“ 

View this post on Instagram

Leg kicks and all things #VictoriaBeckhamBeauty on @theellenshow Monday, 25 November x kisses x VB 😂😂 #VBPose

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Nov 24, 2019 at 10:44pm PST

Elizabeth Hurley — hendur á loft

„Hurley lítur á lífið sem einn skemmtilegan dansleik. Með því að halda passlegu bili á milli handanna er hún að bjóða okkur með. Hún sækist eftir athygli, vill fá aðra með sér en mun samt sem áður stela senunni og skyggja á aðra.“

View this post on Instagram

Spring has sprung #stayhome 😘

A post shared by Elizabeth Hurley (@elizabethhurley1) on Apr 24, 2020 at 12:11pm PDT

Ariana Grande — handarkrikinn

Handarkrikinn er sígild stelling sem hefur til dæmis mikið verið notuð af stjörnum á borð við Beyonce og Ariana Grande. „Algengt er að alpha-karlmenn sýni handarkrika sína á stjórnarfundum til þess að þeir virðist sjálfsöruggir. Þessi stelling er sígild „pin-up“-stelling en gefur líka til kynna að hún sé örugg, ákveðin og leyfi engum að komast upp með einhverja vitleysu.“

View this post on Instagram

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on May 10, 2020 at 11:22pm PDT


 

Amanda Holden — önnur öxlin upp

„Þessi axlarstelling bendir til þess að hún taki lífinu ekki of alvarlega. Hún daðrar en er líka á sama tíma glæsileg og tekur sig ekki of hátíðlega.“

View this post on Instagram

#morning @thisisheart #breakfast ♥️🙏🏻 #wecandoit 💪🏼

A post shared by Amanda Holden (@noholdenback) on Apr 15, 2020 at 1:42am PDT

mbl.is