Ár frá brúðkaupi aldarinnar

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson fagna eins árs …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson fagna eins árs brúðkaupsafmæli í dag. Ljósmynd/Instagram

Fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir fagna eins árs brúðkaupsafmæli í dag. Þau gengu í það heilaga við Como-vatn á Ítalíu á þessum degi fyrir ári og því tilefni til að rifja upp þetta stórkostlega brúðkaup.

Brúðkaupið var einstaklega fallegt og ekkert til sparað til að gera það sem glæsilegast. Það var haldið við Como-vatn, nánar tiltekið á Villa Bal­biano. Þrátt fyrir að fara fram á Ítalíu var íslenskur bragur yfir brúðkaupinu og boðið upp á mat frá íslenska veitingastaðnum Sumac. Skemmtikraftarnir Jón Jóns­son, Friðrik Dór, Sóli Hólm, Aron Can, Herra hnetu­smjör, Jök­ull Júlí­us­son í Kal­eo og Bríet tróðu upp í brúðkaupinu.

View this post on Instagram

14.06.2019 - Pre party memories.. Italian food & all our fave people🤍✨

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Jun 14, 2020 at 11:55am PDT

 

Margir þekktir Íslendingar voru í brúðkaupinu, þar á meðal voru Aron Einar Gunnarsson og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir, Emil Hallfreðs, Ása Regins, Hörður Björgvin Magnússon, Móeiður Lárusdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Stefanía Lárusdóttir, Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Páll Reynisson, Rúrik Gíslason og fleiri. 

Eftir brúðkaupið skelltu hin nýgiftu hjón sér í brúðkaupsferð til Maldíveyja þar sem þau nutu lífsins. 

Alexandra birti þessa mynd á dögunum en hér er hún …
Alexandra birti þessa mynd á dögunum en hér er hún að gera sig tilbúna á stóra deginum. skjáskot/Instagram
mbl.is