Ósk Norðfjörð fetar nýjar og spennandi brautir

Ósk Norðfjörð er byrjuð að mála myndir.
Ósk Norðfjörð er byrjuð að mála myndir.

Ósk Norðfjörð fyrrverandi fyrirsæta og sjö barna móðir hefur gefið listagyðjunni lausan tauminn og málar nú myndir af miklum móð. Planið er að halda myndlistarsýningu fyrir jólin. Ósk er gift Sveini Elíasi Elíassyni sem er ellefu árum yngri og samtals eiga þau sjö börn. 

Ósk segist vera mikið sumarbarn og að sumarið sé hennar uppáhaldstími. „Ég set fókusinn á það að njóta lífsins, hlúa að börnunum mínum og setja heilsuna í fyrsta sæti. Ég geri allt sem í mínu valdi stendur til fara vel með líkama minn,“ segir Ósk í samtali við Smartland. 

Ósk er heimavinnandi en segist hafa hug á að breyta því. 

„Ég er eingöngu heimavinnandi eins og staðan er í dag, en mig langar að fara í einkaþjálfarann. Mig langar að miðla minni eigin reynslu og hjálpa konum að komast í form og byggja upp heilbrigt mataræði,“ segir Ósk. 

Þegar hún er spurð út í venjulegan dag í lífi sínu kemur í ljós að mestur tími Óskar fer í barnauppeldi og að hugsa um heimilið. 

„Venjulegur dagur snýst um að láta börnin lesa, hugsa um heimilið og þvottinn sem er alveg endalaus. Síðan fer ég í ræktina í klukkutíma í senn. Ég var að fá hvolp sem er að verða 4 mánaða. Þetta er Briard-tík þannig mætti segja að ég væri komin með lítið barn,“ segir hún og hlær en hún gaf það út fyrir nokkrum árum að hún væri hætt að eiga börn og í framhaldinu lét eiginmaðurinn taka sig úr sambandi.  

„Svo erum við að flytja inn White Swiss Sheperd-tík frá Danmörku sem kemur í lok ágúst. Þannig að það verður fjörugt á heimilinu í lok ágúst. Þá verðum við hjónin með sjö börn, tvo hunda, þrjá ketti og fjóra kettlinga. Svo er ég byrjuð aftur að mála og ég elska fátt meira en að skapa. Það gefur mér útrás fyrir tilfinningar mínar og er svona minn tími,“ segir hún og bætir því við að stefnan sé sett á að opna myndlistarsýningu fyrir jólin.

Hvað drífur þig áfram? 

„Það sem drífur mig áfram er ástin til barnanna minna og mannsins míns.“

Gerir þú eitthvað sérstakt til þess að hlúa að þér sjálfri?

„Ég hlusta mjög mikið á uppbyggjandi hljóðbækur og dregst að öllu því sem er jákvætt og uppbyggjandi. Lífið er stutt og ég hef aldrei verið jafn meðvituð um það sem skiptir máli og hversu dýrmætur hver dagur er. Því lífið er hverfult og hamingjan er í núinu.“

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

„Í sumar langar okkur að fara norður í land og Vestfirðina, það er svo fallegt þar.“

Hér er hægt að fylgjast með Instagram-síðu Óskar: 

View this post on Instagram

Verk 16 þúsund. 65x90cm

A post shared by @ osk.n.art on Jun 15, 2020 at 9:41am PDT

Hér má sjá verk eftir Ósk.
Hér má sjá verk eftir Ósk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál