Eiginmaðurinn hamstraði niðursuðudósir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að óraunverulegasta augnalikið í Covid-faraldrinum fyrir sig persónulega hafi verið þegar eiginmaður hennar var mættur heim með stóran kassa af niðursuðudósum og sagði að þau yrðu að vera viðbúin því versta. Þetta segir Katrín í viðtali við Sölva Tryggvason í podcasti Sölva.

Sölvi Tryggvason er kominn með nýtt hlaðvarp, Podkast með Sölva …
Sölvi Tryggvason er kominn með nýtt hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

„Ég horfði bara á þetta og hugsaði: Þetta hélt ég ekki að ég ætti eftir að lifa,“ segir Katrín í viðtalinu. 

Katrín segir jafnframt að niðursuðudósirnar séu enn þá til og ekki sé búið að ganga á þær. Í viðtalinu lýsir Katrín því hvernig hafi verið að standa allt í einu frammi fyrir þessu risavaxna verkefni sem enginn var búinn undir og hvernig hafi verið að eiga við hlutina undanfarna mánuði.

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify: 

mbl.is