Logi sá til þess að Adolf Ingi fékk ekki rúm á lúxushóteli í Dubai

Logi Bergmann Eiðsson.
Logi Bergmann Eiðsson.

Logi Bergmann er landsþekktur fyrir vinnustaðahrekki, sem hann lagði mikla vinnu í á löngum köflum. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Podcasti Sölva ræðir Logi um grínið og segir meðal annars frá því þegar Adolf Ingi Erlingsson var á leiðinni á lúxushótel í Dubai fullur tilhlökkunar.

Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.
Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

Eftir símtal Loga í hótelið, þar sem hann sagði að trúarbrögð á Íslandi krefðust þess að ekki væri gist í rúmum, kom Adolf Ingi af fjöllum þegar það vantaði stað til að hvílast í herberginu. Logi viðurkennir að hann hafi nokkrum sinnum farið vel yfir strikið, en þá sé lykilatriði að kunna að biðjast afsökunar.

Í viðtalinu ræða Logi og Sölvi áhugaverðustu viðmælendurna, grínið, stemmninguna í Covid tímabilinu, fjölmiðlana og margt margt fleira.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál