Hvar eru Playboy-kærusturnar nú?

Holly Madison, Hugh Hefner, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson áttu …
Holly Madison, Hugh Hefner, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson áttu góða spretti saman. AFP

Tæpur áratugur er síðan raunveruleikaþátturinn Girles Next Door lagði upp laupana. Þar fengum við að fylgjast með skrautlegu lífi Hugh Hefners og ástkvenna hans. Hefner lést fyrir þremur árum og er Playboy fyrirtækið að ganga í gegnum áherslubreytingar sem fylgja breyttum tímum. En þá má spyrja sig hvað eru ástkonur hans að gera í dag? 

Holly Madison

Holly Madison (40) stillti sér upp sem aðalkærustu Hefners í þáttunum, hún vildi giftast honum og eignast börn með honum. Það gekk ekki eftir en eftir að þáttunum lauk náði Madison að landa sínum eigin sjónvarpsþætti, Holly´s World og árið 2015 gaf hún út æviminningar sínar, Down the Rabbit Hole: Curious Adventures and Cautionary Tales of a Former Playboy Bunny. Þar mátti lesa um villt partý á setri Hefners og hvernig hann atti kærustunum saman gegn hvor annarri. Í dag er Madison fráskilin tveggja barna móðir og öflugur talsmaður PETA samtakanna. 

 

View this post on Instagram

What day of quarantine are we on now? Comment below.

A post shared by Holly Madison (@hollymadison) on Apr 30, 2020 at 1:01pm PDT

 

Kendra Wilkinson

Kendra Wilkinson (35) reyndist vera ein sú vinsælasta af kærustunum. Hún landaði eigin raunveruleikaþáttum, Kendra og Kendra On Top þar sem fylgst var með lífi hennar sem eiginkonu og tveggja barna móður en hún giftist fótboltastjörnunni Hank Baskett. Í dag eru þau skilin og Wilkinson nýtur lífsins einhleyp.

 

View this post on Instagram

Best birthday ever. Couldn’t be happier at the moment. On cloud 9. Thank you for all my birthday wishes!

A post shared by Kendra Wilkinson (@kendrawilkinson) on Jun 12, 2020 at 7:35pm PDT

 

Bridget Marquardt

Bridget Marquardt (46) var eina af kærustunum sem var langskólamenntuð. Hún er með háskólagráðu í samskiptum með áherslu á almannatengsl. Hún er sú eina af kærustunum sem fékk ekki sinn eigin raunveruleikaþátt. Nú er hún með sinn eigin hlaðvarpsþátt, Ghost Magnet, þar sem fjallað er um dulræn málefni af ýmsum toga. 

 

 

mbl.is