„Ekki láta áhrifavalda segja þér hvað þú átt að hugsa“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson forseti gefur ekki mikið fyrir áhrifavalda á samfélagsmiðlum, ef marka má orð hans í nýjum hlaðvarpsþætti hjá Skoðanabræðrum.

„Ég hvet öll ungmenni til þess að fylgja eigin sannfæringu. Ekki láta einhverja áhrifavalda segja þér hvað þú átt að hugsa, hvað þú átt að kaupa, hvað þú átt að gera. Vertu þú sjálf, vertu þú sjálfur. Ekki láta plata þig,“ sagði Guðni.

Sjálfur er Guðni á Fésbók eins og hann kallar hana. Hann segist ekki telja „læk“-in, en er meðvitaður um að þau gætu verið fleiri.

„Ég kann ágætlega við Fésbók. Ég hef reyndar farið þar líka þá braut að birta vikupistla sem mér skilst að brjóti öll lögmál um lengdir. Í einhverjum samfélagsmiðlafræðum eiga statusar að vera stuttir og hnitmiðaðir og frekar oft heldur en sjaldan en ég kann ágætlega við að hafa þá meginreglu að birta pistla vikulega þar sem ég fer yfir mín embættisstörf í liðinni viku. Ég veit að ég gæti fengið fleiri læk ef ég stytti pistlana og hefði þá fleiri,“ sagði Guðni

Bræðurnir Bergþór og Snorri Másson halda úti hlaðvarpinu og fjalla þar um samfélagsmál og menningu í hverri viku. Þeir fá til sín gesti af ýmsum toga og inna þá eftir skoðunum þeirra á hinu og þessu. Í þættinum með Guðna ræddu þeir í löngu viðtali allt frá áhrifavöldum á Instagram og kannabisefnum til kulnunar í starfi og persónulegrar rútínu forsetans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál