„Maður var ekkert bara að horfa á einhvern í trúboðastellingunni“

Aron Már Ólafsson.
Aron Már Ólafsson. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Már Ólafsson er einn efnilegasti leikari þjóðarinnar og hefur um langt skeið verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. Í viðtali við Sölva Tryggvason í nýju podcasti Sölva talar Aron um áföllin sem hann lenti í sem unglingur og ungur maður og hvernig hann vann sig út úr þeim.

Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.
Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

Eitt af því sem hann þurfti að gera var að taka klámnotkun sína í gegn, þar sem hann fann að hún var farin að hafa verulega óæskileg áhrif.

„Þegar maður var upp á sitt versta, þá var það bara brjóst, rass, andlit, svo ætla ég að kynnast þér,” segir Aron um tímabilið þegar klámnotkun hans var orðin hver verst og hvernig hún brenglaði samskipti hans við hitt kynið.

Sölvi og Aron ræða í viðtalinu um þá skömm sem fylgir klámnotkun hjá karlmönnum og hvernig þeir þekkja það báðir að nota klám sem leið til að flýja raunveruleikann þegar vanlíðan sækir á. 

„Ég var ekkert að horfa á einhvern í trúboðastellingunni og ég fann bara rosalegan mun á mér eftir að ég hætti þessu,” segir Aron um það hvernig hann hafi alltaf sótt í verra og verra klám og hvað það hafi gert honum gott að láta af því.

Aron, sem sló meðal annars í gegn í þáttaseríunni Ófærð, segist elska leiklistina og að hann sé í raun að upplifa draum sinn í þeim verkefnum sem hann hefur fengið að taka þátt í á undanförnum árum.

Í viðtalinu ræða Sölvi og Aron um systurmissir Arons, samfélagsmiðlana, leiklistina, upplifanir Arons í Suður-Ameríku og margt margt fleira.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify: 

mbl.is