Konan mín var ítrekað spurð hvers konar aumingja hún væri með

Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jóhannes Kr. Kristjánsson er líklega þekktasti rannsóknarblaðamaður Íslands. Eftir margra mánaða vinnu varð umfjöllun hans um Panamaskjölin til þess að tugþúsundir mótmæltu og Sigmundur Davíð þurfti að hætta sem forsætisráðherra. Í viðtali við Sölva Tryggvason í podcasti Sölva upplýsir Jóhannes að hann hafi boðið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni átta sinnum í viðtal áður en þátturinn um Panamaskjölin kom út, en án árangurs.

Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.
Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

„Við buðum honum átta eða níu sinnum í viðtal … það var sanngjarnt að bjóða honum það,“ segir Jóhannes, sem talar jafnframt í viðtalinu um tímabilið áður en umfjöllunin fór í loftið, þegar hann mátti ekki segja neinum hvað hann væri að vinna við. Fólkið í kringum hann og konuna hans var farið að efast um að það væri í lagi með hann.

„Vinkonur og tengdaforeldrar Brynju minnar voru farnir að spyrja: Hvaða aumingja ertu með? Hann er ekkert að vinna og ekkert að gera,“ segir Jóhannes í viðtalinu við Sölva.

Í viðtali við Sölva Tryggvason í nýju podcasti Sölva talar Jóhannes meðal annars um það sem gekk á á bak við tjöldin í sumum af stærstu málunum hans, það hvernig hjartað hefur alltaf drifið hann áfram í vinnu og hvernig hann vann úr því að missa dóttur sína.

Viðtal Sölva við Jóhannes má sjá hér:

mbl.is