Eliza í kjól úr Rauðakrossbúðinni á kosningavökunni

Elíza segir mikilvægt að finna tímabilsflíkur úr góðum efnum, sem …
Elíza segir mikilvægt að finna tímabilsflíkur úr góðum efnum, sem alltaf má laga aðeins til og breyta eftir smekk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eliza Reid forsetafrú gladdist með eiginmanni sínum, Guðna Th. Jóhannesssyni, um helgina, þegar hann var endurkjörinn forseti Íslands með 92,2% atkvæða. 

Forsetahjónin mættu opinberlega prúðbúin á forsetavökuna og vakti Eliza sérstaklega athygli fyrir glæsilegan fatastíl sinn. Hún var í grænum kjól úr búð Rauða krossins sem hún hafði fengið vinkonu sína til að laga fyrir viðburðinn. 

Hún var í ljósum skóm við kjólinn og bar glæsilegt armband frá merkinu Sign. Eyrnalokkarnir sem hún bar eru frá Örnu stjörnu, en Arna heitir fullu nafni Arna Arnardóttir og er útskrifaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík. 

„Það er hægt að finna fallega tímabilskjóla sem eru kannski ekki alveg fullkomnir, en með smálagfæringu má laga þá að sínum smekk,“ segir hún aðspurð um kjólinn.

Forsetafrúin var glæsileg á kosningavökunni.
Forsetafrúin var glæsileg á kosningavökunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is