Vera Wang 71 árs og aldrei unglegri

Vera Wang fagnaði 71 árs afmæli sínu um daginn.
Vera Wang fagnaði 71 árs afmæli sínu um daginn. Skjáskot/Instagram

Tískuhönnuðurinn Vera Wang fagnaði 71 árs afmæli sínu á laugardaginn síðasta. Wang fagnaði afmælinu með því að birta myndir af sér á Instagram og segja margir að hún hafi aldrei litið betur út. 

Wang hefur vakið athygli síðustu ár fyrir útlit sitt en hún þykir líta einstaklega vel út miðað við aldur. Hún vakti athygli í heimsfaraldrinum þar sem hún prófaði sig áfram í unglingatískunni. 

Wang í klæddi sig eins og unglingur í heimsfaraldrinum.
Wang í klæddi sig eins og unglingur í heimsfaraldrinum. Skjáskot/Instagram

Wang er einn þekktasti tískuhönnuður í heimi og hefur ófá stjarnan klæðst fötum frá Veru Wang við hin og þessi tilefni. Tískuhönnuðurinn Victoria Beckham gifti sig til dæmis í kjól frá Wang fyrir 20 árum og leikkonan Zendaya vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hún klæddist kjól frá Wang. Það er því ljóst að hönnun Veru Wang stenst tímans tönn, líkt og útlit hennar. 

Zendaya í kjól frá Veru Wang sem vakti mikla athygli.
Zendaya í kjól frá Veru Wang sem vakti mikla athygli. ROBYN BECK
mbl.is