Íslenska einhleypa fólkið sem fann ástina

Sunneva Einars, Dóra Júlía, Árni Hauksson og Björgvin Karl eru …
Sunneva Einars, Dóra Júlía, Árni Hauksson og Björgvin Karl eru öll búin að finna ástina. Samsett mynd

Á ári hverju tekur Smartland saman lista yfir það einhleypa fólk sem er eftirsóttast hverju sinni. Listinn breytist að sjálfsögðu mikið ár frá ári og gengur slatti út ár hvert. Hér má finna fólk af lista síðasta árs sem er gengið út. 

Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir.
Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Árni Hauksson

Árni Hauksson fjárfestir komst á lista í Smartlands eftir að hann skildi að borði og sæng við Ingu Lind Karlsdóttur. Þau tóku hins vegar aftur saman á síðasta ári og því mun Árni ekki komast á listann í ár.

Björgvin Karl Guðmundsson og Bettý Ásmundsdóttir.
Björgvin Karl Guðmundsson og Bettý Ásmundsdóttir. Skjáskot/Instagram

Björgvin Karl Guðmundsson

Crossfitstjarnan Björgvin Karl Guðmundsson var meðal eftirsóttustu piparsveinanna á síðasta ári. Hann fann ástina á síðasta ári og er kominn í samband með Bettý Ásmundsdóttur. 

Heiðar Logi Elíasson og Ástrós Traustadóttir.
Heiðar Logi Elíasson og Ástrós Traustadóttir. Skjáskot/Instagram

Heiðar Logi Elíasson

Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson fann ástina í örmum dansarans Ástrósar Traustadóttur í lok síðasta árs. 

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Bára Guðmundsdóttir.
Dóra Júlía Agnarsdóttir og Bára Guðmundsdóttir. Skjáskot/Instagram

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Útvarpskonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Guðmundsdóttur fyrr á þessu ári. 

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Sunneva Eir Einarsdóttir

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir var ein skærasta stjarnan á lista Smartlands í fyrra. Hún var þó ekki lengi að finna ástina en hún byrjaði í sambandi með Benedikt Bjarnasyni, syni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Berglind Pétursdóttir og Valgeir Skorri.
Berglind Pétursdóttir og Valgeir Skorri. Skjáskot/Instagram

Berglind „Festival“ Pétursdóttir

Berglind Festival fann ástina nú á vormánuðum 2020 í örmum trommarans Valgeirs Skorra Vernharðssonar. 

mbl.is