Madonna berbrjósta á hækjum

Madonna hefur aldrei verið feimin.
Madonna hefur aldrei verið feimin. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Madonna hefur aldrei verið feimin við að sýna bert hold. Í gær, mánudag, birti söngkonan fræga mynd af sér berbrjósta með hækju í öðrum handarkrikanum. 

Við myndina skrifaði hún: „Allir eru með hækju.“

Heilsa hinnar 61 árs gömlu Madonnu hefur verið betri en á þessu ári en í mars síðastliðnum datt hún á rófubeinið á tónleikum. Stól var kippt undan henni fyrir misgáning og féll hún í gólfið.

„Ég komst í gegnum tónleikana, en samt bara rétt svo, af því ég vil ekki valda neinum vonbrigðum. Í dag hins vegar sé meira að segja ég að þessari dúkku er haldið saman með límbandi og lími, hún þarf að liggja í rúminu og hvíla sig í nokkra daga svo hún geti lokið tónleikaferðalaginu með bros á vör og andlitið í heilu lagi,“ sagði tónlistarkonan um slysið. 

Heilsa Madonnu hefur verið betri.
Heilsa Madonnu hefur verið betri. AFP

Heilsu sinnar vegna hefur Madonna þurft að aflýsa fjölda tónleika á tónleikaferðalaginu Madame X. Að lokum aflýsti hún svo afganginum af ferðalaginu vegna kórónuveirunnar. 

Hún greindi frá því í apríl að hún hefði farið í skimun og út úr henni hefði komið að hún væri með mótefni gegn veirunni. Það má því draga þá ályktun að hún hafi smitast af veirunni, þótt hún hafi aldrei greint frá miklum veikindum. 

View this post on Instagram

Everyone has a Crutch................ 🛠

A post shared by Madonna (@madonna) on Jul 6, 2020 at 7:10pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál