Manuela komin með nýjan kærasta

Manuela er komin í samband með Eiði Birgissyni kvikmyndaframleiðanda.
Manuela er komin í samband með Eiði Birgissyni kvikmyndaframleiðanda. Samsett mynd

Fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Manuela Ósk Harðardóttir er komin með nýjan kærasta að því er fram kemur á DV. Samkvæmt heimildum þeirra er Manuela komin í samband með Eiði Birgissyni kvikmyndaframleiðanda. 

Eiður hefur komið að framleiðslu kvikmynda og þátta hjá bæði Sagafilm og RVK Studios. Hann er fæddur árið 1980 og oft kenndur við 800 Bar á Selfossi.

Manuela var áður í sambandi með Jóni Eyþóri Gottskálkssyni en þau kynntust við tökur á þáttunum Allir geta dansað. Þau hættu saman í maí síðastliðnum. 

mbl.is