Dóttir Lindu vill flytja til Rússlands

Linda og dóttir hennar.
Linda og dóttir hennar.

Feg­urðardrottn­ing­in Linda Pét­urs­dótt­ir er gest­ur Sölva Tryggva­son­ar í nýj­asta hlaðvarpsþætti hans. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún sé að reyna að múta dóttur sinni til að fara frekar til Bretlands en Rússlands í nám.

Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er aburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna:

„Ég var að reyna að múta henni í gær,“ segir Linda, sem hefur alls konar reynslu af því að vera kvenmaður á ferðalögum um allan heim. Sem stendur eru þær mæðgur saman á Íslandi og líður vel.

„Það fyrsta sem dóttir mín sagði var: Mamma ég er svo frjáls,“ segir Linda um einkadóttur sína, sem nálgast aldurinn sem Linda var á þegar hún sigraði Miss World og starfaði síðan sem fyrirsæta.

„Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda.

Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,“ segir Linda

Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira.

Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan:

 

Auk þess sem þátturinn er aðgengilegur á streymisveitu Spotify.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál