Hrefna Sætran fær sér aldrei morgunmat

Hrefna Rósa Sætran er mikið fyrir japanskan mat.
Hrefna Rósa Sætran er mikið fyrir japanskan mat.

Stjörnukokkurinn Hrefna Rósa Sætran á Grill- og Fiskmarkaðnum elskar sushi. Hún er fagurkeri sem kann að meta góða hluti í eldhúsinu. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Ég elska sushi og eiginlega allan japanskan mat. Svo finnst mér mexíkóskur matur líka frábær. Þetta fer dálítið eftir því hvernig stuði ég er í. Svo finnst mér einfaldur matur úr góðu hráefni alltaf frábær.“

Hrefna elskar Sushi.
Hrefna elskar Sushi.

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég borða ekki morgunmat en ég fæ mér rótsterkt engiferskot á morgnana. Svo drekk ég vatn og svart kaffi fram eftir degi og brýt föstuna oftast með próteinbústi með banana, mangó og sítrónu út í.“

Hvað keyptir þú þér síðast í eldhúsið?

„Ég keypti mér matardiska en ég var búin að vera með brúðarstellið frá ömmu minni og afa frá því ég byrjaði að búa fyrir 23 árum og það var byrjað að fækka verulega í því. Þar á undan keypti ég Aarke-sódastream-tæki sem er frábært og ég vissi ekki að það væri svona mikill munur á þessum tækjum fyrr en ég prófaði það. Mæli með því.“

Aarke-sódastreamtækið er vinsælt þessa dagana.
Aarke-sódastreamtækið er vinsælt þessa dagana.

Hver er besti steikarhnífurinn að þínu mati?

„Ég nota japanska hnífa og á ágætt safn af Masahiro-hnífum. Þeir eru mjög góðir og á fínu verði.“

Masahiro-hnífarnir eru góðir og á fínu verði.
Masahiro-hnífarnir eru góðir og á fínu verði.

En uppáhaldskryddið?

„Kardimommur finnst mér vera æðislegar.“

Kardimommur.
Kardimommur.

Hvaða fimm rétti myndir þú bjóða upp á í brúðkaupi?

„Súkkulaðihjúpuð jarðarber, sushi, tempura-kóngarækjur, grísarif og svo hamborgara á miðnætti.“

Hún mælir með súkkulaði hjúpuðum jarðaberjum fyrir veislur og brúðkaup.
Hún mælir með súkkulaði hjúpuðum jarðaberjum fyrir veislur og brúðkaup.

Hver er uppáhaldsveitingastaðurinn?

„Það er erfitt að svara þessari því ég á tvo veitingastaði, en Yuzu er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni.“

Það er hægt að gera drykki með japönsku ívafi.
Það er hægt að gera drykki með japönsku ívafi.

Áttu þér uppáhaldshönnuð?

„Vivienne Westwood er geggjuð og svo elska ég Aftur. Ég er alltaf í að minnsta kosti einni flík frá Aftur.“

Hvað keyptir þú þér síðast heim?

„Ég keypti listaverk um jólin eftir hann Hrafnkel Sigurðsson.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn heima?

„Við breyttum húsinu fyrir tveimur árum og þá eignaðist ég loksins stofu en við höfðum ekki verið með sófa fyrir það í sjö ár því það var engin stofa svo það er örugglega minn uppáhaldsstaður að vera á.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég fer í nudd til Olgu Harnar Fenger sem er besti nuddari í heimi að mínu mati. Mér finnst einnig mjög mikið dekur að vera á námskeiði hjá Önnu Eiríksdóttur í Hreyfingu.“

Nudd er góð leið til að næra sig með.
Nudd er góð leið til að næra sig með.

Hver er uppáhaldssnyrtivaran?

„Aasop er uppáhaldsmerkið mitt. Mér finnst það duga endalaust. Tvær uppáhalds Aasop-vörurnar mínar eru svitalyktareyðirinn og svo olíufarðahreinsirinn sem passar mér mjög vel.“

Hvað er í snyrtibuddunni?

„Svitalyktareyðir, Cornucopia-ilmvatnið mitt frá Andreu Maack, rakakrem og hárbursti. Ég mála mig ekki dagsdaglega svo allt annað bíður bara heima þar til tilefni er til að nota það.“

Hver er uppáhaldsliturinn?

„Blár er svona allra tíma uppáhalds.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »