Brugðið að sjá menn með byssur í grunnskóla

Linda Pétursdóttir er gestur Sölva Tryggvasonar.
Linda Pétursdóttir er gestur Sölva Tryggvasonar.

Feg­urðardrottn­ing­in Linda Pét­urs­dótt­ir er gest­ur Sölva Tryggva­son­ar í nýj­asta hlaðvarpsþætti hans.  Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars byssumenninguna í Bandaríkjunum. Linda bjó þar um talsvert skeið og segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hún áttaði sig á því að í grunnskólanum sem dóttir hennar var í voru öryggisverðir með byssur í hverju horni.

„Stelpan mín var í skóla í Bandaríkjunum og öryggisverðirnir þeir ganga um með byssur á sér. Í grunnskóla! Og mér var verulega brugðið við það,“ segir Linda og bætir við:

 „Og einu sinni var hringt út og sagt að við ættum að koma að sækja krakkana og það er nátturulega alltaf verið að skjóta í þessum skólum, þannig að manni bregður auðvitað.”

Þær mæðgur búa nú á Íslandi og Linda segist átta sig betur en nokkru sinni á því hve stórkostlegt land Ísland sé. „Það fyrsta sem dóttir mín sagði þegar við komum heim var: Mamma ég er svo frjáls,” segir Linda í viðtalinu.

Linda hefur upplifað ótrúlega margt og i viðtalinu við Sölva ræðir hún um það hvernig var að fara í „bisness“ sem ung kona á tímum þegar það þótti alls ekki sjálfsagt, þegar hún stofnaði Baðhúsið, tímabilið eftir að ævisagan kom út og lífið hennar í dag.

Viðtal Sölva við Lindu má sjá hér:

 

Og einnig má hlusta á þáttinn á streymisveitu Spotify:

 mbl.is