Fagnar fertugsaldri í gömlum buxum

Jessica Simpson.
Jessica Simpson. PHIL McCARTEN

Söngkonan Jessica Simpson fagnaði fertugsafmæli sínu með því að prófa að máta fjórtán ára gamlar buxur. Við mynd sem hún birtir af sér á Instagram skrifar hún: „Ég hef geymt þessar True Religion gallabuxur í fataskápnum í 14 ár (ég er ekki að ýkja!). Mér datt í hug að máta þær þar sem það eru nokkrar mínútur í að ég verði fertug. Halló 40, það gleður mig að kynnast þér.“

Simpson er þriggja barna móðir en börnin hennar eru Maxwell átta ára, Ace sjö ára og Birdie 15 mánaða. 

View this post on Instagram

YEE-HAW to my final days in my 30’s 😜

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson) on Jun 26, 2020 at 11:26am PDT

mbl.is