66 ára með „þvottabrettamaga“

Þrír ættliðir. Adrienne Norris, Jada Pinkett Smith og Willow Smith.
Þrír ættliðir. Adrienne Norris, Jada Pinkett Smith og Willow Smith. Skjáskot/Instagram

Ekki er að sjá að Adrienne Norris móðir leikkonunnar Jödu Pinkett Smith er 66 ára. Hún heldur sér í góðu formi og birti á dögunum mynd af sér á Instagram þar sem sjá mátti stæltan maga. 

Norris er dugleg að birta myndir af sér í ræktinni og lyftir þar lóðum auk þess sem hún stundar brennsluæfingar af miklum móð. Pinkett Smith sem er 48 ára og einnig í mjög góðu formi hefur alltaf þakkað móður sinni fyrir góðu genin. 

View this post on Instagram

Trying to motivate myself to get back in the gym. A good look in the mirror always does the trick! Elliptical here I come🤬🤬

A post shared by Adrienne Norris (@adriennebanfieldnorris) on Jul 9, 2020 at 8:05am PDT

mbl.is