Erpur: „Banka-aparnir skilja þetta ekki einu sinni sjálfir“

Erpur Eyvindarson er gestur Sölva Tryggvasonar.
Erpur Eyvindarson er gestur Sölva Tryggvasonar. mbl.is/Þorvaldur

Erpur Eyvindarson rappari er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu við Sölva segist Erpur ekki hrifinn af því hvernig valdastéttin níðist á almenningi.

,,Þeir fá gáfaðasta liðið úr Harvard til að búa til óskiljanlegan djöfulsins þvætting, þannig að venjulegt fólk skilur ekki rassgat. Þessir banka-apar sem eru að láta fólk taka þessi lán, þeir skilja þetta ekki einu sinni sjálfir, þeir eru bara að lesa þetta af blaði…gengisafleiða og eitthvað…þetta er bara þvættingur og enginn skilur neitt!”

Erpur segir að valdastéttin hafi alltaf notað þá leið að gera hlutina óskiljanlega fyrir venjulegt vinnandi fólk.

„Þú sérð bara hvernig kaþólska kirkjan hafði þetta á sínum tíma. Messurnar voru allar á latínu, þannig að fátæka fólkið gat aldrei heyrt hluti eins og þegar Jesús segir: „Það er auðveldara fyrir úlfalda að fara í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að fara í himnaríki.“… Þeir hefðu náttúrulega bara hengt þessa presta og þessa kónga bara um leið. Fallöxin hefði komið fram mörg hundruð árum fyrr ef þetta hefði verið á skiljanlegu tungumáli, sem að fátæka fólkið skildi.“

Erpur er ekki sáttur við hvert Vinstri Grænir eru farnir eftir að þeir fóru í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Erpur var í innsta hring VG þegar flokkurinn var stofnaður, en hefur nú fjarlægst hann.

Í viðtalinu fara Erpur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars Johnny Naz tímabilið, frumkvöðlana í rappinu, stjórnmálin, partýin og margt margt fleira

Viðtal Sölva við Erp má sjá hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina